Faglegt mat eða lukka? III: Tækifæri fyrir löggjafann Bogi Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 08:00 Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar