Leikskólagjöld í Kópavogi þau hæstu á landinu Örn Arnarson skrifar 4. júní 2025 14:30 Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun