Leikskólagjöld í Kópavogi þau hæstu á landinu Örn Arnarson skrifar 4. júní 2025 14:30 Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun