Pólitískur gúmmítékki Jens Garðar Helgason skrifar 4. júní 2025 14:00 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Jákvæðir bónusar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar