Óásættanleg málsmeðferð Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir skrifa 4. júní 2025 08:45 Rétturinn til að mótmæla er verndaður af stjórnarskránni, þar sem mælt er fyrir um rétt manna til að safnast saman vopnlausir. Stjórnarskráin verndar einnig skoðana- og tjáningarfrelsi allra þeirra sem á Íslandi eru, enda er slíkt frelsi grundvallarstoð lýðræðisríkja. Þennan rétt nýttu tvær ungar konur sér dagana 4.-5. september 2023, er þær mótmæltu hvalveiðum með friðsamlegum hætti með því að klifra upp í möstur hvalveiðibáta Hvals hf. og dvelja þar í um sólarhring. Áður en fjölmiðlar komu á staðinn hafði lögregla fjarlægt bakpoka annarrar konunnar og þar með allar hennar vistir og lyf. Að sögn konunnar var talsverðu harðræði beitt af hálfu lögreglu við þá aðgerð. Er konurnar komu niður úr möstrunum voru þær handteknar og færðar á lögreglustöð þar sem af þeim voru teknar skýrslur, en að því loknu voru þær frjálsar ferða sinna – eða svo segir lögregla. Það sem tók við var hins vegar tæplega tveggja ára rannsókn lögreglu, þar sem mótmælendurnir höfðu réttarstöðu sakborninga í rannsókninni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir verjanda þeirra til þess að fá rannsókn málsins flýtt eða hana fellda niður. Nú nýlega var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að konurnar verða ákærðar og dregnar fyrir dóm vegna atvikanna sem áttu sér stað fyrir hartnær tveimur árum. Þær eru ákærðar fyrir að brjótast „niður í skip” sem þær gerðu augljóslega ekki. Einnig eru konurnar ákærðar fyrir að brjóta gegn lögum um siglingaröryggi, en þó liggur fyrir að umrædd skip áttu aldrei að sigla úr höfn, á meðan á mótmælunum stóð. Að lokum eru þær ákærðar fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og brjóta þar með gegn 19. grein lögreglulaga. Umrædd grein er mjög gjarnan hluti af málum sem ratað hafa til dómstóla í tengslum við mótmæli. Greinin hljóðar svona: „19. gr. Skylda til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri." Að mati okkar er lagagreinin gölluð að því leiti að inn í fyrsta málslið vantar þá grundvallarforsendu að fyrirmæli lögreglu þurfi að vera „lögmæt“ til þess að borgurum beri fortakslaus skylda til að hlýða. Síðbúið réttlæti er óréttlæti. Á ensku er spakmæli sem segir „justice delayed is justice denied“. Það hefur talsvert sannleiksgildi og sú var raunin í tilfelli ungu kvennanna sem sættu lögreglurannsókn í um 20 mánuði áður en loks var afráðið að ákæra þær fyrir að klifra upp í möstrin. Það að hafa réttarstöðu sakbornings í slíkri rannsókn er mjög þungbært og felur í sér skerðingu á ferðafrelsi einstaklinga. Óljóst er hvað var raunverulega verið að rannsaka í allan þennan tíma og hvaða hagsmunir voru þar undir, enda liggur fyrir að eigandi hvalveiðibátanna hefur lýst því yfir að mótmælin ollu engu tjóni. Þá er sérstaklega vísað til þess að á meðan mótmælum stóð var á helstu fréttamiðlum landsins bein útsending frá atburðum og því ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir hvað þar fór fram – fyrir utan þá athafnir lögreglunnar sjálfrar er lögregluþjónar fóru upp í möstrin og höfðu afskipti af mótmælendum á meðan á mótmælunum stóð, en upptökur af þeim atvikum úr búkmyndavélum lögregluþjóna virðast að hluta til hafa glatast í fórum lögreglu. Þannig verður sakborningum ógerningur að sanna meint harðræði lögreglunnar en lögreglan byggir hins vegar á því að eiga gögn sem sýna meint lögbrot sakborninga og nota þau til að sanna ákæruatriði. Á morgun, 5. júní, tæpum tveimur árum eftir mótmælin, verður þingfest ákæra gegn konunum tveimur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt með þessum hætti, en þó í fyrsta skipti sem ákæruvaldið gengur svo langt að ákæra fyrir það. Rétt er að geta þess að áður hefur nafntogaður Íslendingur framkvæmt nákvæmlega sömu aðgerð í því sama sjónarmiði og umræddar konur gerðu, þ.e. að vekja athygli á dýravelferðarsjónarmiðum sem eru fótum troðin við umræddar veiðar. Þessum manni var ekki gerð nokkurs konar refsing þrátt fyrir að lög hafi lítið breyst frá því umrætt atvik átti sér stað. Hvers vegna þessum konum var fyrst gert að búa við óvissu svo lengi um hverjar lyktir máls yrðu og svo með því að gefa út ákæru gegn þeim, þegar fordæmi eru ekki um slíkt er að öllu leyti óásættanlegt. Jafnræðisregla stjórnarskrár kveður á um að óheimilt sé að mismuna fólki og því vakna áleitnar spurningar þegar ákært er fyrir háttsemi sem áður ollu ekki slíkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins. Það að klifra upp í möstrin tvö umræddan morgun er aðgerð sem flokkast undir borgaralega óhlýðni. Slíkar gjörðir hafa í gegnum tíðina verið mikilvægar í baráttu fyrir mannréttindum og náttúruvernd, en í þeim felst að um friðsamlega aðgerðir er að ræða þar sem umræddir borgarar taka þó ábyrgð á því að afleiðingar, á borð við ákærumeðferð, kunni að vera af gjörðum þeirra. Sú staða að mál sem er kyrfilega upplýst hvað málsatvik varði sitji á borði lögreglu í næstum tvö ár getur talist refsing í sjálfu sér. Það er tilfellið sem um ræðir hér enda hafa sakborningar orðið fyrir margvíslegum áhrifum af því að hafa yfir höfði sér umrædda ákærumeðferð í allan þennan tíma. Ekki hafa borist svör er skýra með fullnægjandi hætti hvers vegna málsmeðferð dróst svo mjög. Um leið og við förum að refsa fyrir tjáningu erum við komin út á hála braut kælingaráhrifa en án tjáningarfrelsis er lýðræði mikil hætta búin. Sem lögmenn gerum við alvarlega athugasemd við framgöngu lögreglu og ákæruvalds í máli þessu þar sem við teljum að hinar mikilvægu grundvallarreglur um meðalhóf, málhraða og jafnræði hafi lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi, og þar með að grunnstoð réttarríkisins. Íslenska réttarríkið getur betur en þetta. Höfundar eru lögmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Rétturinn til að mótmæla er verndaður af stjórnarskránni, þar sem mælt er fyrir um rétt manna til að safnast saman vopnlausir. Stjórnarskráin verndar einnig skoðana- og tjáningarfrelsi allra þeirra sem á Íslandi eru, enda er slíkt frelsi grundvallarstoð lýðræðisríkja. Þennan rétt nýttu tvær ungar konur sér dagana 4.-5. september 2023, er þær mótmæltu hvalveiðum með friðsamlegum hætti með því að klifra upp í möstur hvalveiðibáta Hvals hf. og dvelja þar í um sólarhring. Áður en fjölmiðlar komu á staðinn hafði lögregla fjarlægt bakpoka annarrar konunnar og þar með allar hennar vistir og lyf. Að sögn konunnar var talsverðu harðræði beitt af hálfu lögreglu við þá aðgerð. Er konurnar komu niður úr möstrunum voru þær handteknar og færðar á lögreglustöð þar sem af þeim voru teknar skýrslur, en að því loknu voru þær frjálsar ferða sinna – eða svo segir lögregla. Það sem tók við var hins vegar tæplega tveggja ára rannsókn lögreglu, þar sem mótmælendurnir höfðu réttarstöðu sakborninga í rannsókninni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir verjanda þeirra til þess að fá rannsókn málsins flýtt eða hana fellda niður. Nú nýlega var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að konurnar verða ákærðar og dregnar fyrir dóm vegna atvikanna sem áttu sér stað fyrir hartnær tveimur árum. Þær eru ákærðar fyrir að brjótast „niður í skip” sem þær gerðu augljóslega ekki. Einnig eru konurnar ákærðar fyrir að brjóta gegn lögum um siglingaröryggi, en þó liggur fyrir að umrædd skip áttu aldrei að sigla úr höfn, á meðan á mótmælunum stóð. Að lokum eru þær ákærðar fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og brjóta þar með gegn 19. grein lögreglulaga. Umrædd grein er mjög gjarnan hluti af málum sem ratað hafa til dómstóla í tengslum við mótmæli. Greinin hljóðar svona: „19. gr. Skylda til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri." Að mati okkar er lagagreinin gölluð að því leiti að inn í fyrsta málslið vantar þá grundvallarforsendu að fyrirmæli lögreglu þurfi að vera „lögmæt“ til þess að borgurum beri fortakslaus skylda til að hlýða. Síðbúið réttlæti er óréttlæti. Á ensku er spakmæli sem segir „justice delayed is justice denied“. Það hefur talsvert sannleiksgildi og sú var raunin í tilfelli ungu kvennanna sem sættu lögreglurannsókn í um 20 mánuði áður en loks var afráðið að ákæra þær fyrir að klifra upp í möstrin. Það að hafa réttarstöðu sakbornings í slíkri rannsókn er mjög þungbært og felur í sér skerðingu á ferðafrelsi einstaklinga. Óljóst er hvað var raunverulega verið að rannsaka í allan þennan tíma og hvaða hagsmunir voru þar undir, enda liggur fyrir að eigandi hvalveiðibátanna hefur lýst því yfir að mótmælin ollu engu tjóni. Þá er sérstaklega vísað til þess að á meðan mótmælum stóð var á helstu fréttamiðlum landsins bein útsending frá atburðum og því ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir hvað þar fór fram – fyrir utan þá athafnir lögreglunnar sjálfrar er lögregluþjónar fóru upp í möstrin og höfðu afskipti af mótmælendum á meðan á mótmælunum stóð, en upptökur af þeim atvikum úr búkmyndavélum lögregluþjóna virðast að hluta til hafa glatast í fórum lögreglu. Þannig verður sakborningum ógerningur að sanna meint harðræði lögreglunnar en lögreglan byggir hins vegar á því að eiga gögn sem sýna meint lögbrot sakborninga og nota þau til að sanna ákæruatriði. Á morgun, 5. júní, tæpum tveimur árum eftir mótmælin, verður þingfest ákæra gegn konunum tveimur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvalveiðum Íslendinga er mótmælt með þessum hætti, en þó í fyrsta skipti sem ákæruvaldið gengur svo langt að ákæra fyrir það. Rétt er að geta þess að áður hefur nafntogaður Íslendingur framkvæmt nákvæmlega sömu aðgerð í því sama sjónarmiði og umræddar konur gerðu, þ.e. að vekja athygli á dýravelferðarsjónarmiðum sem eru fótum troðin við umræddar veiðar. Þessum manni var ekki gerð nokkurs konar refsing þrátt fyrir að lög hafi lítið breyst frá því umrætt atvik átti sér stað. Hvers vegna þessum konum var fyrst gert að búa við óvissu svo lengi um hverjar lyktir máls yrðu og svo með því að gefa út ákæru gegn þeim, þegar fordæmi eru ekki um slíkt er að öllu leyti óásættanlegt. Jafnræðisregla stjórnarskrár kveður á um að óheimilt sé að mismuna fólki og því vakna áleitnar spurningar þegar ákært er fyrir háttsemi sem áður ollu ekki slíkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins. Það að klifra upp í möstrin tvö umræddan morgun er aðgerð sem flokkast undir borgaralega óhlýðni. Slíkar gjörðir hafa í gegnum tíðina verið mikilvægar í baráttu fyrir mannréttindum og náttúruvernd, en í þeim felst að um friðsamlega aðgerðir er að ræða þar sem umræddir borgarar taka þó ábyrgð á því að afleiðingar, á borð við ákærumeðferð, kunni að vera af gjörðum þeirra. Sú staða að mál sem er kyrfilega upplýst hvað málsatvik varði sitji á borði lögreglu í næstum tvö ár getur talist refsing í sjálfu sér. Það er tilfellið sem um ræðir hér enda hafa sakborningar orðið fyrir margvíslegum áhrifum af því að hafa yfir höfði sér umrædda ákærumeðferð í allan þennan tíma. Ekki hafa borist svör er skýra með fullnægjandi hætti hvers vegna málsmeðferð dróst svo mjög. Um leið og við förum að refsa fyrir tjáningu erum við komin út á hála braut kælingaráhrifa en án tjáningarfrelsis er lýðræði mikil hætta búin. Sem lögmenn gerum við alvarlega athugasemd við framgöngu lögreglu og ákæruvalds í máli þessu þar sem við teljum að hinar mikilvægu grundvallarreglur um meðalhóf, málhraða og jafnræði hafi lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi, og þar með að grunnstoð réttarríkisins. Íslenska réttarríkið getur betur en þetta. Höfundar eru lögmenn.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun