Ætlar vinstri meirihlutinn að skila auðu? Þórdís Lóa Þórhalldóttir skrifar 4. júní 2025 09:02 Sundsprettinum lauk eins og venjulega í heita pottinum. Breiðholtslauginn skartaði sínu fegursta í vorsólinni þar sem ég sat í von um nýjar freknur og sólkysstar kinnar. Eftir stutta stund birtist eldri fastagestur. Fyrr en varði erum við dottin í spjall, þarna er ég ekki Þórdís Lóa borgarfulltrúi, heldur Lóa, dóttir Dísu og Tóta sem mörg í lauginni þekkja eftir áratuga búsetu í Breiðholti. Eftir samtalið um hvað er að frétta í pólitíkinni, hvernig væri að vera í minnihluta eftir sjö ár við stjórnvölinn og hvað þessi vinstri meirihluti væri að vilja uppá dekk þá barst talið að foreldrum mínum og þjónustu við aldrað fólk í borginni. Uppúr sauð í pottinum Nú fjölgaði skyndilega í samtalinu og fleiri pottormar tóku þátt. Þegar leið á samtalið spurði ég út í húsnæðismál eldri borgara og þá fyrst fór nú allt á flug svo uppúr sauð. Við vorum öll sammála um mikilvægi virkni, heilsueflingar og þátttöku aldraðs fólks í samfélaginu en þegar talið barst að húsnæði þá birtust allskonar skoðanir. Í raun vildi ekkert þeirra það sama. Sum vildu bara fá að vera í friði á sínu heimili og fá þangað góða þjónustu. Alls ekkert svona “gamalmanna gettó” sögðu þau. Önnur vildu nærveru fólks af sama aldurskeiði en þó búa í nálægð við aðrar kynslóðir og nálægt sundlauginni. Svo voru þau sem fannst að byggja ætti fleiri Lífsgæðakjarna þar sem eingöngu væru eldri Reykvíkingar. Umræðan róaðist aftur þegar við fórum að ræða um að eiga þann möguleika að búa sem lengst heima hjá sér og ekkert þeirra sá fyrir sér að fara á hjúkrunarheimili en voru til í allskonar önnur úrræði. Stuðning heim, heimahjúkrun og dagdvöl var þjónusta sem flest vildu sjá vaxa og dafna. Umræðan tók svo góðan snúning þegar við fórum að ræða um aðgengi og gangstéttarnar í hverfinu en meira um það seinna í öðrum pistli. Þarna birtist svo skemmtilega sú staðreynd að við erum allskonar og viljum allskonar. Gleymdu þau eldri Reykvíkingum? Árið 2018 samþykktum við í Reykjavík stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Stefnan var gott veganesti þar sem mikil áhersla var lögð á að stuðla að tengingu milli kynslóða, t.d. með Samfélagshúsum í hverfum borgarinnar. Farið var í átak í velferðartækni til að auka öryggi og sveigjanlega þjónustu ásamt því að draga úr félagslegri einangrun. Stefnan kom sér vel í heimsfaraldri og er ég sannfærð um að farsæl viðbrögð borgarinnar á þeim tíma var ekki síst vegna þess að borgin var þá með skýra sýn í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Nú er hins vegar ekki svo. Í samstarfssáttmála vinstri meirihlutans segir “Við ætlum að styðja við uppbyggingu ríkisins á hjúkrunarheimilum og bæta heimaþjónustu með aukinni heimahjúkrun og dagþjálfun í samstarfi við ríkið.” Það er nú alltof sumt. Ekki orð um virkni, félagsleg einangrun, samþættingu þjónustu eða aukna og betri upplýsingagjöf sem eru lykilstef stjórnvalda í aðgerðaráætluninni “Það er gott að eldast” sem samþykkt var árið 2023. Nú fáum við fréttir að samstarfsflokkarnir ætli að byrja á því að fara á bak orða sinna og loka dagdvölinni á Þorraseli. Dagdvöl þar sem 75 skjólstæðingar fá nú dagþjálfun og nýting á þessu ári hefur verið 98%. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík vill loka úrræði þar sem endurhæfing og viðhald á virkni og styrk einstaklinga til að búa áfram heima hjá sér er lykilþáttur. Hann vill loka úrræði sem brýtur upp félagslega einangrun og eykur virkni. Úrræði sem er forvörn og heldur öldruðu fólki frá ítrekuðum ferðum á bráðamóttöku. Og síðast en ekki síst vill hann loka úrræði sem ríkið greiðir en fellur undir samfellda þjónustukeðju hjá borginni. Ég tók málefnið upp á síðasta borgarstjórnarfundi og óskaði eftir umræðu um stöðuna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Hver er áhersla borgarinnar þegar það kemur að þjónustu við aldraða Reykvíkinga? Hver er staðan hvað varðar upplýsingamiðlun, samþættingu, þróun þjónustu og virkni aldraðs fólksi. Hvar stendur Reykjavíkurborg í sínum verkefnum? Hvernig er staðan á stefnumótun borgarinnar? Viti menn, vinstri meirihlutinn skilar auðu. Ætla að gera allskonar en svara litlu um framtíðarsýn og stefnu. Viðreisn í Reykjavík skilar ekki auðu Viðreisn í Reykjavík vill byggja alla þjónustu á virkni og þátttöku aldraðs fólks. Tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum samfellu í þjónustu við aldrað fólk og leggja sérstaka áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun. Við leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi borgarinnar. Fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er þar grundvallarþáttur. Við viljum halda áfram samstarfi um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum og taka mið af breyttum þörfum nýrra kynslóða eldra fólks þegar kemur að félagslífi. Viðreisn skilar ekki auðu þegar það kemur að því að byggja upp borg fyrir alla, á öllum aldri, fyrir fólk með allskona skoðanir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sundsprettinum lauk eins og venjulega í heita pottinum. Breiðholtslauginn skartaði sínu fegursta í vorsólinni þar sem ég sat í von um nýjar freknur og sólkysstar kinnar. Eftir stutta stund birtist eldri fastagestur. Fyrr en varði erum við dottin í spjall, þarna er ég ekki Þórdís Lóa borgarfulltrúi, heldur Lóa, dóttir Dísu og Tóta sem mörg í lauginni þekkja eftir áratuga búsetu í Breiðholti. Eftir samtalið um hvað er að frétta í pólitíkinni, hvernig væri að vera í minnihluta eftir sjö ár við stjórnvölinn og hvað þessi vinstri meirihluti væri að vilja uppá dekk þá barst talið að foreldrum mínum og þjónustu við aldrað fólk í borginni. Uppúr sauð í pottinum Nú fjölgaði skyndilega í samtalinu og fleiri pottormar tóku þátt. Þegar leið á samtalið spurði ég út í húsnæðismál eldri borgara og þá fyrst fór nú allt á flug svo uppúr sauð. Við vorum öll sammála um mikilvægi virkni, heilsueflingar og þátttöku aldraðs fólks í samfélaginu en þegar talið barst að húsnæði þá birtust allskonar skoðanir. Í raun vildi ekkert þeirra það sama. Sum vildu bara fá að vera í friði á sínu heimili og fá þangað góða þjónustu. Alls ekkert svona “gamalmanna gettó” sögðu þau. Önnur vildu nærveru fólks af sama aldurskeiði en þó búa í nálægð við aðrar kynslóðir og nálægt sundlauginni. Svo voru þau sem fannst að byggja ætti fleiri Lífsgæðakjarna þar sem eingöngu væru eldri Reykvíkingar. Umræðan róaðist aftur þegar við fórum að ræða um að eiga þann möguleika að búa sem lengst heima hjá sér og ekkert þeirra sá fyrir sér að fara á hjúkrunarheimili en voru til í allskonar önnur úrræði. Stuðning heim, heimahjúkrun og dagdvöl var þjónusta sem flest vildu sjá vaxa og dafna. Umræðan tók svo góðan snúning þegar við fórum að ræða um aðgengi og gangstéttarnar í hverfinu en meira um það seinna í öðrum pistli. Þarna birtist svo skemmtilega sú staðreynd að við erum allskonar og viljum allskonar. Gleymdu þau eldri Reykvíkingum? Árið 2018 samþykktum við í Reykjavík stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Stefnan var gott veganesti þar sem mikil áhersla var lögð á að stuðla að tengingu milli kynslóða, t.d. með Samfélagshúsum í hverfum borgarinnar. Farið var í átak í velferðartækni til að auka öryggi og sveigjanlega þjónustu ásamt því að draga úr félagslegri einangrun. Stefnan kom sér vel í heimsfaraldri og er ég sannfærð um að farsæl viðbrögð borgarinnar á þeim tíma var ekki síst vegna þess að borgin var þá með skýra sýn í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Nú er hins vegar ekki svo. Í samstarfssáttmála vinstri meirihlutans segir “Við ætlum að styðja við uppbyggingu ríkisins á hjúkrunarheimilum og bæta heimaþjónustu með aukinni heimahjúkrun og dagþjálfun í samstarfi við ríkið.” Það er nú alltof sumt. Ekki orð um virkni, félagsleg einangrun, samþættingu þjónustu eða aukna og betri upplýsingagjöf sem eru lykilstef stjórnvalda í aðgerðaráætluninni “Það er gott að eldast” sem samþykkt var árið 2023. Nú fáum við fréttir að samstarfsflokkarnir ætli að byrja á því að fara á bak orða sinna og loka dagdvölinni á Þorraseli. Dagdvöl þar sem 75 skjólstæðingar fá nú dagþjálfun og nýting á þessu ári hefur verið 98%. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík vill loka úrræði þar sem endurhæfing og viðhald á virkni og styrk einstaklinga til að búa áfram heima hjá sér er lykilþáttur. Hann vill loka úrræði sem brýtur upp félagslega einangrun og eykur virkni. Úrræði sem er forvörn og heldur öldruðu fólki frá ítrekuðum ferðum á bráðamóttöku. Og síðast en ekki síst vill hann loka úrræði sem ríkið greiðir en fellur undir samfellda þjónustukeðju hjá borginni. Ég tók málefnið upp á síðasta borgarstjórnarfundi og óskaði eftir umræðu um stöðuna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Hver er áhersla borgarinnar þegar það kemur að þjónustu við aldraða Reykvíkinga? Hver er staðan hvað varðar upplýsingamiðlun, samþættingu, þróun þjónustu og virkni aldraðs fólksi. Hvar stendur Reykjavíkurborg í sínum verkefnum? Hvernig er staðan á stefnumótun borgarinnar? Viti menn, vinstri meirihlutinn skilar auðu. Ætla að gera allskonar en svara litlu um framtíðarsýn og stefnu. Viðreisn í Reykjavík skilar ekki auðu Viðreisn í Reykjavík vill byggja alla þjónustu á virkni og þátttöku aldraðs fólks. Tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum samfellu í þjónustu við aldrað fólk og leggja sérstaka áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun. Við leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi borgarinnar. Fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er þar grundvallarþáttur. Við viljum halda áfram samstarfi um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum og taka mið af breyttum þörfum nýrra kynslóða eldra fólks þegar kemur að félagslífi. Viðreisn skilar ekki auðu þegar það kemur að því að byggja upp borg fyrir alla, á öllum aldri, fyrir fólk með allskona skoðanir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun