Ísland verður að vernda hafið og fiskimiðin frá námuvinnslu á hafsbotni Laura Sólveig Lefort Scheefer, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, Belén García Ovide og Huld Hafliðadóttir skrifa 3. júní 2025 13:00 Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Árni Finnsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun