Alríkislögreglan rannsakar meinta hryðjuverkaárás Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 22:32 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið. Getty Images Alríkislögregla Bandaríkjanna er með meinta hryðjuverkaárás til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í Boulder í Colorado. Talið er að margir séu slasaðir. Atvikið átti sér stað í miðbæ Boulder sem er í ríkinu Colorado í Bandaríkjunum. Klukkan var um hálf tvö á staðartíma eða hálf átta að kvöldi til á íslenskum tíma. Steve Redfearn, lögreglustjóri Boulder, sagði á blaðamannafundi að lögreglu bárust tilkynningar um vopnaðan einstakling sem væri að kveikja í fólki. Þegar lögreglu bar að garði voru nokkrir einstaklingar særðir í samræmi við þær upplýsingar. Redfearn var ekki með nákvæma tölu yfir hversu margir voru særðir en sagði „fjölmargir.“ Einstaklingarnir eru missærðir, einhverjir eru alvarlega slasaðir en aðrir með minniháttar meiðsli. Lögreglu var bent á grunaðan einstakling og var hann handtekinn. Um er að ræða fullorðinn karlmann. Svæðið í kringum atburðinn er enn girt af og talið óöruggt. Lögregla er að rannsaka nánar bíl sem er á svæðinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það gerðist. Það eru mjög margir sem voru vitni að atburðinum, við eigum eftir að taka margar skýrslur,“ sagði Redfearn. Margir hafi verið á ferli, meðal annars hópur einstaklinga sem tók þátt í friðsælum mótmælum til stuðnings Ísrael. Redfearn sagði ekki víst að árásin hafi verið gegn hópnum, enn væri verið að komast nákvæmlega að því hvað átti sér stað. Í tilkynningu Kash Patel, yfirmanns Alríkislögreglunnar, á samfélagsmiðlum segir að fulltrúar lögreglunnar séu á staðnum og rannsaka málið. „Við erum rannsaka þetta atvik sem hryðjuverk og markvissa ofbeldisaðgerð,“ skrifaði Patel. „Ef þú aðstoðaðir eða hvattir til þessarar árásar, munum við finna þig. Þú getur ekki falið þig.“ Aðspurður sagðist Redfearn ósammála staðhæfingu Alríkislögreglunnar að um væri að ræða „markvissa hryðjuverkaárás.“ Hann sagðist ekki vilja draga ályktanir fyrr en rannsóknin væri komin lengra á veg. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Atvikið átti sér stað í miðbæ Boulder sem er í ríkinu Colorado í Bandaríkjunum. Klukkan var um hálf tvö á staðartíma eða hálf átta að kvöldi til á íslenskum tíma. Steve Redfearn, lögreglustjóri Boulder, sagði á blaðamannafundi að lögreglu bárust tilkynningar um vopnaðan einstakling sem væri að kveikja í fólki. Þegar lögreglu bar að garði voru nokkrir einstaklingar særðir í samræmi við þær upplýsingar. Redfearn var ekki með nákvæma tölu yfir hversu margir voru særðir en sagði „fjölmargir.“ Einstaklingarnir eru missærðir, einhverjir eru alvarlega slasaðir en aðrir með minniháttar meiðsli. Lögreglu var bent á grunaðan einstakling og var hann handtekinn. Um er að ræða fullorðinn karlmann. Svæðið í kringum atburðinn er enn girt af og talið óöruggt. Lögregla er að rannsaka nánar bíl sem er á svæðinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það gerðist. Það eru mjög margir sem voru vitni að atburðinum, við eigum eftir að taka margar skýrslur,“ sagði Redfearn. Margir hafi verið á ferli, meðal annars hópur einstaklinga sem tók þátt í friðsælum mótmælum til stuðnings Ísrael. Redfearn sagði ekki víst að árásin hafi verið gegn hópnum, enn væri verið að komast nákvæmlega að því hvað átti sér stað. Í tilkynningu Kash Patel, yfirmanns Alríkislögreglunnar, á samfélagsmiðlum segir að fulltrúar lögreglunnar séu á staðnum og rannsaka málið. „Við erum rannsaka þetta atvik sem hryðjuverk og markvissa ofbeldisaðgerð,“ skrifaði Patel. „Ef þú aðstoðaðir eða hvattir til þessarar árásar, munum við finna þig. Þú getur ekki falið þig.“ Aðspurður sagðist Redfearn ósammála staðhæfingu Alríkislögreglunnar að um væri að ræða „markvissa hryðjuverkaárás.“ Hann sagðist ekki vilja draga ályktanir fyrr en rannsóknin væri komin lengra á veg.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira