„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2025 18:36 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti er yfir sig ánægður með vel heppnaða hernaðaraðgerð dagsins. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira