Eru forvarnir í hættu? Dagbjört Harðardóttir skrifar 30. maí 2025 10:33 Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun