Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2025 09:32 Í umræðu um húsnæðismál er oft talað um lausn vandans við háu húsnæðisverði og háu lóðaverði sé að byggja verði á ódýrum lóðum á óbrotnu landi í jaðri byggðar. Það sé mun hagstæðara, mun ódýrara en að byggja inn á við, byggja þétt. Hátt hefur heyrst í uppbyggingaraðilum, verktökum og jafnvel verkalýðshreyfingunni þar sem þau kalla eftir fleiri ódýrum lóðum, það sé lóðaskortur og því þurfi að stækka vaxtar mörkin sem rúma nú þegar 24 þúsund íbúðir innan Reykjavíkur og 58 þúsund íbúðir innan alls höfuðborgarsvæðisins Þetta er sagt nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á lægra verði. Lægra verði fyrir hvern? Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Lífsgæða hverfi = 23 milljarðar Að mörgu er að huga þegar nýtt hverfi er byggt. Dýrasta fjárfesting sveitarfélaga er að fara í uppbyggingu leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja sem tengjast skólastarfi eins og skólasundlaug og skólaíþróttahúsi. Í dag er um það bil einn skóli í borginni á hverja 3.100 íbúa og að meðaltali búa 2,4 íbúar í hverri íbúð í borginni þannig að þessir 3.100 íbúar búa í um 1.300 íbúðum. Nýr grunnskóli kostar um sex milljarða í byggingu, einn til tvo leikskóla þarf í nýtt hverfi og hvor um sig kosta tvo og hálfan milljarð, samtals um 5 milljarða króna. Skólasundlaug og skólaíþróttahús fyrir lögbundna kennslu í skólaíþróttum og sundi er áætlaður einn og hálfur milljarður króna. Grunnfjárfesting sveitarfélags í lögbundnum skólainnviðum í nýju hverfi eru því um 11 milljarðar króna. Í nýtt hverfi þarf líka aðstöðu fyrir íþróttafélagið, sundlaug fyrir íbúanna og jafnvel menningarmiðstöð. Uppbygging sambærileg og hefur byggst í Úlfársdal yrði fjárfesting upp á tæplega 12 milljarða króna miðað við byggingavístölu í dag, 8 milljarðar fyrir íþróttamannvirki og sundlaug með menningarmiðstöð fyrir 3,5 milljarð króna. Kílómetri gatna og fráveitu = 1,3 milljarður Gatna- og veitugerð er næst dýrasti kostnaðarliður í uppbyggingu nýs hverfis á eftir skólum. Nauðsynleg lífsgæði, en ekki mjög sýnileg nema í tölum á blaði – því lengri veitukerfi, lóðafrágangur og stígakerfi í metrum því dýrara er að sturta niður, þvo þvott, þrífa bílinn og ganga í skólann. Úlfarsárdalurinn er nýjasta nýbyggingahverfið í Reykjavík en hverfið er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og sérbýlum. Þar er gatnakerfið um 7 kílómetrar að lengd. Í sérbýlahverfi getur veitukerfið verið allt að 17 metrar á hvert hús. Kílómetri af veitulögnum kostar rúmlega þrettán hundruð milljónir, 100 metrar kosta 130 milljónir, 10 metrar kosta þrettán milljónir króna. Samtals fjárfesting í nýja hverfinu getur numið allt að 40 milljónum króna á hverja íbúð þegar horft er til fjárfestingar í gatna- og veitugerð, skóla-, íþrótta- og menningarhúss. Hver á að bera þennan kostnað? Verktakinn, kaupandinn eða við hin sem búum í borginni? Ódýrara fyrir samfélagið að byggja þétt Við Hlíðarenda hefur risið þétt og blómleg byggð, hverfið er enn að stækka og gera má ráð fyrir 1.700 íbúðir verði byggðar þegar sú uppbygging sem ráðgerð er klárast. Gatnakerfið er um tveir kílómetrar og hverfið þarf uppbyggingu tengt leik- og grunnskóla sem felur í sér samtals fjárfestingu upp á um 11 milljarða króna. Fyrir í hverfinu er sundlaug, baðströnd við Nauthólsvík, íþróttamannvirki Vals, menningarhús í miðbænum. Aðgengi er gott að grænum svæðum eins og Perlufestinni í Öskjuhlíð, strandlengjunni, blómaskrúða Hljómskálagarðsins og töfrum Klambratúns. Hverfið tengist neti göngu- og hjólastíga að ógleymdri Borgarlínu. Ef við deilum þessum kostnaði samfélagsins við nýju innviðina í hverfinu niður á fjölda íbúða kemur í ljós að kostnaðurinn á hverja íbúð er tæplega 11 milljónir, í stað 40 milljóna í hverfi sem byggist frá grunni í jaðri byggðarinnar. Þarna er gat upp á 29 milljónir króna á hverja íbúð sem greiddur er af sameignlegum sjóðum borgabúa. Hádegisverðurinn er ekki ókeypis Það er ekkert til sem heitir ódýrar lóðir. Það er ekki ódýrara að brjóta nýtt land í jaðri byggðar. Það er ekki ódýrara að þenja út vaxtamörkin. Það er mun dýrara fyrir íbúa í Reykjavík, fyrir útsvarsgreiðendur í borginni, fyrir mannlífið í borginni að þenja út byggð. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið okkar að byggja inn á við, að byggja þétta blómlega, fjölbreytta byggð og reyna eftir mætti að nýta þá innviði sem fyrir eru betur. Við þurfum að tryggja að dýrustu samfélagslegu sameignlegu gæði okkar allra séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, það borgar alltaf einhver fyrir gæðin rétt eins og frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur margoft bent á en bara sumir af flokksfélögum hans í Sjálfstæðisflokknum hafa áttað sig á því en ekki öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Jarða- og lóðamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um húsnæðismál er oft talað um lausn vandans við háu húsnæðisverði og háu lóðaverði sé að byggja verði á ódýrum lóðum á óbrotnu landi í jaðri byggðar. Það sé mun hagstæðara, mun ódýrara en að byggja inn á við, byggja þétt. Hátt hefur heyrst í uppbyggingaraðilum, verktökum og jafnvel verkalýðshreyfingunni þar sem þau kalla eftir fleiri ódýrum lóðum, það sé lóðaskortur og því þurfi að stækka vaxtar mörkin sem rúma nú þegar 24 þúsund íbúðir innan Reykjavíkur og 58 þúsund íbúðir innan alls höfuðborgarsvæðisins Þetta er sagt nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á lægra verði. Lægra verði fyrir hvern? Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Lífsgæða hverfi = 23 milljarðar Að mörgu er að huga þegar nýtt hverfi er byggt. Dýrasta fjárfesting sveitarfélaga er að fara í uppbyggingu leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja sem tengjast skólastarfi eins og skólasundlaug og skólaíþróttahúsi. Í dag er um það bil einn skóli í borginni á hverja 3.100 íbúa og að meðaltali búa 2,4 íbúar í hverri íbúð í borginni þannig að þessir 3.100 íbúar búa í um 1.300 íbúðum. Nýr grunnskóli kostar um sex milljarða í byggingu, einn til tvo leikskóla þarf í nýtt hverfi og hvor um sig kosta tvo og hálfan milljarð, samtals um 5 milljarða króna. Skólasundlaug og skólaíþróttahús fyrir lögbundna kennslu í skólaíþróttum og sundi er áætlaður einn og hálfur milljarður króna. Grunnfjárfesting sveitarfélags í lögbundnum skólainnviðum í nýju hverfi eru því um 11 milljarðar króna. Í nýtt hverfi þarf líka aðstöðu fyrir íþróttafélagið, sundlaug fyrir íbúanna og jafnvel menningarmiðstöð. Uppbygging sambærileg og hefur byggst í Úlfársdal yrði fjárfesting upp á tæplega 12 milljarða króna miðað við byggingavístölu í dag, 8 milljarðar fyrir íþróttamannvirki og sundlaug með menningarmiðstöð fyrir 3,5 milljarð króna. Kílómetri gatna og fráveitu = 1,3 milljarður Gatna- og veitugerð er næst dýrasti kostnaðarliður í uppbyggingu nýs hverfis á eftir skólum. Nauðsynleg lífsgæði, en ekki mjög sýnileg nema í tölum á blaði – því lengri veitukerfi, lóðafrágangur og stígakerfi í metrum því dýrara er að sturta niður, þvo þvott, þrífa bílinn og ganga í skólann. Úlfarsárdalurinn er nýjasta nýbyggingahverfið í Reykjavík en hverfið er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og sérbýlum. Þar er gatnakerfið um 7 kílómetrar að lengd. Í sérbýlahverfi getur veitukerfið verið allt að 17 metrar á hvert hús. Kílómetri af veitulögnum kostar rúmlega þrettán hundruð milljónir, 100 metrar kosta 130 milljónir, 10 metrar kosta þrettán milljónir króna. Samtals fjárfesting í nýja hverfinu getur numið allt að 40 milljónum króna á hverja íbúð þegar horft er til fjárfestingar í gatna- og veitugerð, skóla-, íþrótta- og menningarhúss. Hver á að bera þennan kostnað? Verktakinn, kaupandinn eða við hin sem búum í borginni? Ódýrara fyrir samfélagið að byggja þétt Við Hlíðarenda hefur risið þétt og blómleg byggð, hverfið er enn að stækka og gera má ráð fyrir 1.700 íbúðir verði byggðar þegar sú uppbygging sem ráðgerð er klárast. Gatnakerfið er um tveir kílómetrar og hverfið þarf uppbyggingu tengt leik- og grunnskóla sem felur í sér samtals fjárfestingu upp á um 11 milljarða króna. Fyrir í hverfinu er sundlaug, baðströnd við Nauthólsvík, íþróttamannvirki Vals, menningarhús í miðbænum. Aðgengi er gott að grænum svæðum eins og Perlufestinni í Öskjuhlíð, strandlengjunni, blómaskrúða Hljómskálagarðsins og töfrum Klambratúns. Hverfið tengist neti göngu- og hjólastíga að ógleymdri Borgarlínu. Ef við deilum þessum kostnaði samfélagsins við nýju innviðina í hverfinu niður á fjölda íbúða kemur í ljós að kostnaðurinn á hverja íbúð er tæplega 11 milljónir, í stað 40 milljóna í hverfi sem byggist frá grunni í jaðri byggðarinnar. Þarna er gat upp á 29 milljónir króna á hverja íbúð sem greiddur er af sameignlegum sjóðum borgabúa. Hádegisverðurinn er ekki ókeypis Það er ekkert til sem heitir ódýrar lóðir. Það er ekki ódýrara að brjóta nýtt land í jaðri byggðar. Það er ekki ódýrara að þenja út vaxtamörkin. Það er mun dýrara fyrir íbúa í Reykjavík, fyrir útsvarsgreiðendur í borginni, fyrir mannlífið í borginni að þenja út byggð. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið okkar að byggja inn á við, að byggja þétta blómlega, fjölbreytta byggð og reyna eftir mætti að nýta þá innviði sem fyrir eru betur. Við þurfum að tryggja að dýrustu samfélagslegu sameignlegu gæði okkar allra séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, það borgar alltaf einhver fyrir gæðin rétt eins og frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur margoft bent á en bara sumir af flokksfélögum hans í Sjálfstæðisflokknum hafa áttað sig á því en ekki öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar