Eitt Íslandsmet og þrjú gullverðlaun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2025 23:30 Snæfríður Sól líkar lífið vel á Andorra. Sundsamband Íslands Eitt Íslandsmet í sundi féll á Smáþjóðaleikunum sem fara nú fram í Andorra. Þá vann íslenskt sundfólk alls þrjú gullverðlaun, fjögur silfurverðlaun og þrjú bronsverðlaun. Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti feiknavel 400m skriðsund í kvöld og bætti Íslandsmetið sitt sem hún setti á Möltu fyrir tveimur árum um þrjár sekúndur. Hún synti á 4:17,79 og varð önnur eftir mjög harða keppni við maltnesku stúlkuna Sashö, en aðeins 2/100 úr sekúndu skildu þær að. Ylfa Lind tryggði sér sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hún sigraði í 100m baksundi eftir mikla keppni. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti mjög vel 100m flugsund og sigraði þar á flottum tíma og bætti sig um eina sekúndu. Nadja Djurovic kom næst í mark í flugsundinu og tryggði sér silfur en hún synti nákvæmlega upp á brot á sínum besta tíma. Kvennasveitin í 4x 200m skriðsundi sigraði með yfirburðum, en sveitin var skipuð þeim Evu Margréti Falsdóttur, Völu Dís Cicero, Snæfríði Sól Jórunnardóttur og Nadju Djurovic. Jóhanna Elín tryggði sér silfurverðlaun í 50m skriðsundi, flottur dagur hjá henni með 2 gull og eitt silfur. Einar Margeir synti gríðarlega vel 200m bringusund þegar hann bætti tíma sinn í greininni um 3 sekúndur. Hann varð annar eftir gríðarlega keppni við Finn Kemp frá Lúxemborg, en aðeins voru 4/100 á milli þeirra. Eva Margrét Falsdóttir tryggði sér þriðja sætið í 200m bringusundi þar sem hún synti alveg við sinn besta tíma. Guðmundur Leo Rafnsson synti vel 100m baksund hann varð í þriðja sæti og bætti tíma sinn í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Karlasveitin í 4x 200m skriðsundi tryggði sér þriðja sætið í mjög spennandi keppni, en sveitina skipuðu þeir Guðmundur Leo, Magnús Víðir, Veigar Hrafn og Ýmir Chatenay. Símon Elías Statkevicius synti 50m skriðsund og var aðeins frá sínum besta tíma og varð í fjórða sæti. Birgitta Ingólfsdóttir synti 200m bringusund og varð í sjötta sæti aðeins frá sínum besta tíma. Vala Dís Cicero synti vel 400m skriðsund og bætti tíma sinn og varð í fjórða sæti. Bergur Fáfnir Bjarnason synti 100m baksund og varð sjöundi í sundinu örlítið frá tímanum sem hann synti á í morgun. Íslenska sundfólkið er komið með 12 gull, 8 silfur og 10 brons á leikunum. Sund Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti feiknavel 400m skriðsund í kvöld og bætti Íslandsmetið sitt sem hún setti á Möltu fyrir tveimur árum um þrjár sekúndur. Hún synti á 4:17,79 og varð önnur eftir mjög harða keppni við maltnesku stúlkuna Sashö, en aðeins 2/100 úr sekúndu skildu þær að. Ylfa Lind tryggði sér sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hún sigraði í 100m baksundi eftir mikla keppni. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti mjög vel 100m flugsund og sigraði þar á flottum tíma og bætti sig um eina sekúndu. Nadja Djurovic kom næst í mark í flugsundinu og tryggði sér silfur en hún synti nákvæmlega upp á brot á sínum besta tíma. Kvennasveitin í 4x 200m skriðsundi sigraði með yfirburðum, en sveitin var skipuð þeim Evu Margréti Falsdóttur, Völu Dís Cicero, Snæfríði Sól Jórunnardóttur og Nadju Djurovic. Jóhanna Elín tryggði sér silfurverðlaun í 50m skriðsundi, flottur dagur hjá henni með 2 gull og eitt silfur. Einar Margeir synti gríðarlega vel 200m bringusund þegar hann bætti tíma sinn í greininni um 3 sekúndur. Hann varð annar eftir gríðarlega keppni við Finn Kemp frá Lúxemborg, en aðeins voru 4/100 á milli þeirra. Eva Margrét Falsdóttir tryggði sér þriðja sætið í 200m bringusundi þar sem hún synti alveg við sinn besta tíma. Guðmundur Leo Rafnsson synti vel 100m baksund hann varð í þriðja sæti og bætti tíma sinn í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Karlasveitin í 4x 200m skriðsundi tryggði sér þriðja sætið í mjög spennandi keppni, en sveitina skipuðu þeir Guðmundur Leo, Magnús Víðir, Veigar Hrafn og Ýmir Chatenay. Símon Elías Statkevicius synti 50m skriðsund og var aðeins frá sínum besta tíma og varð í fjórða sæti. Birgitta Ingólfsdóttir synti 200m bringusund og varð í sjötta sæti aðeins frá sínum besta tíma. Vala Dís Cicero synti vel 400m skriðsund og bætti tíma sinn og varð í fjórða sæti. Bergur Fáfnir Bjarnason synti 100m baksund og varð sjöundi í sundinu örlítið frá tímanum sem hann synti á í morgun. Íslenska sundfólkið er komið með 12 gull, 8 silfur og 10 brons á leikunum.
Sund Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira