Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2025 19:39 Fasteignamatshækkun á Seltjarnarnesi nemur 12,6 prósentum milli ára sem er mesta hækkunin á öllu stórhöfuðborgarsvæðinu. Vísir/Samsett Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42
Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38
Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00