Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar 28. maí 2025 11:00 Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun