Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar 28. maí 2025 11:00 Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun