Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. maí 2025 10:00 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kjaramál Jafnréttismál Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun