Til hamingju með sjómannadaginn Sigurjón Þórðarson skrifar 31. maí 2025 08:02 Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun