Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. maí 2025 00:08 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur. Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7:30 til 16:30. Breytingin tekur gildi í september. Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16:30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Vill sjá lengri opnunartíma í boði Ragnhildur segir að sparnaður sem geti orðið af styttingu opnunartímans ýtist bara yfir á fjölskyldur og þar af leiðandi yfir í samfélagið. „Af því að foreldrar, og þá yfirleitt konurnar, eru að stytta vinnutímann sinn, og það bitnar bara á samfélaginu öllu, þannig það er afleiðingin,“ segir hún. Þið viljið sjá lengri opnunartíma í boði ef fólk skyldi vilja nýta það? „Já við viljum hafa alla flóruna, leikskóla sem eru með lengri opnunartíma, og lengri hámarksdvalartíma, og það sé allt í boði og leikskólar megi ákveða það sjálfir,“ segir Ragnhildur. „Við viljum fullfjármagna leikskólakerfið, og fara af fullum þunga í að laga húsnæðið í borginni, ekki fara eyða milljörðum í einhver gróðursnauð torg, þegar annar hver leikskóli er myglaður, þannig þar eru okkar áherslur.“ „Við viljum fjölbreytt, opið leikskólakerfi, viljum fá alla til að koma hjálpa okkur. Við viljum bara að kerfið taki mið af þörfum foreldra og barna,“ segir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7:30 til 16:30. Breytingin tekur gildi í september. Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16:30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Vill sjá lengri opnunartíma í boði Ragnhildur segir að sparnaður sem geti orðið af styttingu opnunartímans ýtist bara yfir á fjölskyldur og þar af leiðandi yfir í samfélagið. „Af því að foreldrar, og þá yfirleitt konurnar, eru að stytta vinnutímann sinn, og það bitnar bara á samfélaginu öllu, þannig það er afleiðingin,“ segir hún. Þið viljið sjá lengri opnunartíma í boði ef fólk skyldi vilja nýta það? „Já við viljum hafa alla flóruna, leikskóla sem eru með lengri opnunartíma, og lengri hámarksdvalartíma, og það sé allt í boði og leikskólar megi ákveða það sjálfir,“ segir Ragnhildur. „Við viljum fullfjármagna leikskólakerfið, og fara af fullum þunga í að laga húsnæðið í borginni, ekki fara eyða milljörðum í einhver gróðursnauð torg, þegar annar hver leikskóli er myglaður, þannig þar eru okkar áherslur.“ „Við viljum fjölbreytt, opið leikskólakerfi, viljum fá alla til að koma hjálpa okkur. Við viljum bara að kerfið taki mið af þörfum foreldra og barna,“ segir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira