Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 23:22 Það getur verið rándýrt spaug að samþykkja auðkenningarbeiðnir í snjalltækjum án þess að grandskoða þær fyrst. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk tapi háum fjárhæðum þegar það samþykkir auðkenningarbeiðnir í hugsunarleysi, og millifærir þar með á svikahrappa úti í heimi. Engar bætur er að fá ef fólk notast við rafræn skilríki til að samþykkja slíkar millifærslur. Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir. Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir.
Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira