Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 12:18 Tæp tíu prósent Íslendinga voru með lyfseðil fyrir svefnlyfjum árið 2020. Getty/Sergey Mironov Íslendingar nota margfalt meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir. Varasamt sé að taka lyfin, þá sérstaklega til lengri tíma. Aðstandandi átaks til vitundarvakningar um lyfin segir eldra fólk verða að vera meðvitaðra um skaðsemi lyfjanna. Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa. Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa.
Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira