Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Inga Hlín Pálsdóttir skrifa 25. maí 2025 07:31 Við sem störfum með fyrirtækjum eigum eitt sameiginlegt markmið: að þau nái árangri. En hvað er raunverulegur árangur? Fjárhagslegur árangur er oft það fyrsta sem litið er til – hvað situr eftir í kassanum? En sá árangur næst ekki nema með markvissri rekstrarstjórn, að þekkja lykiltölur og draga úr kostnaði, t.d. vegna rafmagns, eldsneytis, sorps eða matarsóunar. Þetta er grunnurinn – en hann segir ekki allt. Sífellt fleiri fyrirtæki átta sig á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar. Mælikvarðar eins og ánægja starfsmanna og íbúa, stuðningur við íþróttastarf, innkaup í heimabyggð og þátttaka í samfélagsverkefnum skipta máli. Þátttaka í samfélaginu styrkir tengsl og hefur bein áhrif á upplifun gesta – og þar með endurtekna heimsókn. Ferðaþjónustan hefur sýnt leiðtogahlutverk, t.d. í verndun náttúru og talningu villtra dýra, fræðslu um jökla og mikilvægi réttrar umgengni og ferðahegðunar. Gestir taka virkan þátt, öðlast dýpri tengingu og ferðast heim með þekkingu og lærdóm sem getur haft áhrif víðar. Fyrirtæki bera einnig ábyrgð á því hvaða valmöguleikar eru mest áberandi: Er rafmagnsbíll sjálfgefið val? Er rétturinn með staðbundnu hráefni mest áberandi? Er boðið upp á samfélagsverkefni fyrir gesti? Við fáum yfir 2 milljónir ferðamanna árlega. Hver og einn er tækifæri til að hafa áhrif – einn einstaklingur í einu, einn dag í einu. Ferðaþjónustan getur verið afl til góðra verka og lykill í sjálfbærri og nærandi byggðaþróun. Raunverulegur árangur mælist í áhrifum – ekki aðeins á reksturinn, heldur á samfélagið, náttúruna og gestina. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Við sem störfum með fyrirtækjum eigum eitt sameiginlegt markmið: að þau nái árangri. En hvað er raunverulegur árangur? Fjárhagslegur árangur er oft það fyrsta sem litið er til – hvað situr eftir í kassanum? En sá árangur næst ekki nema með markvissri rekstrarstjórn, að þekkja lykiltölur og draga úr kostnaði, t.d. vegna rafmagns, eldsneytis, sorps eða matarsóunar. Þetta er grunnurinn – en hann segir ekki allt. Sífellt fleiri fyrirtæki átta sig á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar. Mælikvarðar eins og ánægja starfsmanna og íbúa, stuðningur við íþróttastarf, innkaup í heimabyggð og þátttaka í samfélagsverkefnum skipta máli. Þátttaka í samfélaginu styrkir tengsl og hefur bein áhrif á upplifun gesta – og þar með endurtekna heimsókn. Ferðaþjónustan hefur sýnt leiðtogahlutverk, t.d. í verndun náttúru og talningu villtra dýra, fræðslu um jökla og mikilvægi réttrar umgengni og ferðahegðunar. Gestir taka virkan þátt, öðlast dýpri tengingu og ferðast heim með þekkingu og lærdóm sem getur haft áhrif víðar. Fyrirtæki bera einnig ábyrgð á því hvaða valmöguleikar eru mest áberandi: Er rafmagnsbíll sjálfgefið val? Er rétturinn með staðbundnu hráefni mest áberandi? Er boðið upp á samfélagsverkefni fyrir gesti? Við fáum yfir 2 milljónir ferðamanna árlega. Hver og einn er tækifæri til að hafa áhrif – einn einstaklingur í einu, einn dag í einu. Ferðaþjónustan getur verið afl til góðra verka og lykill í sjálfbærri og nærandi byggðaþróun. Raunverulegur árangur mælist í áhrifum – ekki aðeins á reksturinn, heldur á samfélagið, náttúruna og gestina. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar