Dúxinn fjarri góðu gamni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 19:01 Móðir Bergs Fáfnis tók við glás af viðurkenningum fyrir hönd sonar síns. Vísir/Samsett Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd. Bergur Fáfnir Bjarnason hlaut hæstu einkunn í útskriftarárgangi Flensborgarskólans með meðaleinkunn upp á 9,74. Hann hlaut einnig styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, íslensku, íþróttaafreksgreinum og stærðfræði en Bergur Fáfnir hefur haldið úti jafningjakennslu í stærðfræði og raungreinum innan skólans. Hann hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og einnig frá Efnafræðifélagi Íslands sem veitt eru nemendum sem sýna afburða árangur í efnafræði en Bergur sigraði árlega landskeppni í efnafræði meðal framhaldsskólanema fyrr á árinu. Móðir hans tók við viðurkenningunum á athöfninni fyrir sonar síns hönd. 107 nemendur brautskráðust í dag.Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Flensborgarskólinn brautskráði í dag 107 nemendur af fimm brautum skólans. 16 af félagsvísindabraut, 10 af raunvísindabraut, 4 af starfsbraut, 11 af viðskipta- og hagfræðibraut og 66 af opinni braut. Ríflega helmingur þeirra lauk einnig námi af einu af sviðum skólans, það er af félagslífssviði, litasviði, tæknisviði eða íþróttaafrekssviði skólans. Semidúx skólans þetta árið var Hekla Sif Óðinsdóttir með einkunnina 9,62. Hún hlaut raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hún fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku og spænsku og viðurkenningu frá Stærðfræðafélagi Íslands fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.Flensborgarskólinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir liðið skólaár, þ.m.t. skólastarfið sem einkenndist af gjöfulum verkefnum og frumkvæði nemenda. Þar vakti athygli nýr Flensborgarlundur í landi skógræktar Hafnarfjarðar og jafningjaver sem starfrækt er af nemendum til stuðnings við samnemendur sína í stærðfræði og raungreinum. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og minntist áranna í Flensborg með hlýju. Hún þakkaði samnemendum og starfsfólki skólans fyrir að gera skólann að lifandi og skemmtilegu umhverfi sem hún segir að geri Flensborg að svo einstökum skóla. Þá afhenti hún skólanum gjöf en hópurinn gaf fjárupphæð til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í nafni skólans. Tryggvi Harðarson ávarpaði athöfnina fyrir hönd 50 ára stúdenta en hann fór fyrir hópi þeirra sem luku fyrstir stúdentspróf frá Flensborgarskólanum árið 1975. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Sund Dúxar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Bergur Fáfnir Bjarnason hlaut hæstu einkunn í útskriftarárgangi Flensborgarskólans með meðaleinkunn upp á 9,74. Hann hlaut einnig styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, íslensku, íþróttaafreksgreinum og stærðfræði en Bergur Fáfnir hefur haldið úti jafningjakennslu í stærðfræði og raungreinum innan skólans. Hann hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og einnig frá Efnafræðifélagi Íslands sem veitt eru nemendum sem sýna afburða árangur í efnafræði en Bergur sigraði árlega landskeppni í efnafræði meðal framhaldsskólanema fyrr á árinu. Móðir hans tók við viðurkenningunum á athöfninni fyrir sonar síns hönd. 107 nemendur brautskráðust í dag.Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Flensborgarskólinn brautskráði í dag 107 nemendur af fimm brautum skólans. 16 af félagsvísindabraut, 10 af raunvísindabraut, 4 af starfsbraut, 11 af viðskipta- og hagfræðibraut og 66 af opinni braut. Ríflega helmingur þeirra lauk einnig námi af einu af sviðum skólans, það er af félagslífssviði, litasviði, tæknisviði eða íþróttaafrekssviði skólans. Semidúx skólans þetta árið var Hekla Sif Óðinsdóttir með einkunnina 9,62. Hún hlaut raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hún fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku og spænsku og viðurkenningu frá Stærðfræðafélagi Íslands fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.Flensborgarskólinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir liðið skólaár, þ.m.t. skólastarfið sem einkenndist af gjöfulum verkefnum og frumkvæði nemenda. Þar vakti athygli nýr Flensborgarlundur í landi skógræktar Hafnarfjarðar og jafningjaver sem starfrækt er af nemendum til stuðnings við samnemendur sína í stærðfræði og raungreinum. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og minntist áranna í Flensborg með hlýju. Hún þakkaði samnemendum og starfsfólki skólans fyrir að gera skólann að lifandi og skemmtilegu umhverfi sem hún segir að geri Flensborg að svo einstökum skóla. Þá afhenti hún skólanum gjöf en hópurinn gaf fjárupphæð til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í nafni skólans. Tryggvi Harðarson ávarpaði athöfnina fyrir hönd 50 ára stúdenta en hann fór fyrir hópi þeirra sem luku fyrstir stúdentspróf frá Flensborgarskólanum árið 1975.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Sund Dúxar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira