Dúxinn fjarri góðu gamni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 19:01 Móðir Bergs Fáfnis tók við glás af viðurkenningum fyrir hönd sonar síns. Vísir/Samsett Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd. Bergur Fáfnir Bjarnason hlaut hæstu einkunn í útskriftarárgangi Flensborgarskólans með meðaleinkunn upp á 9,74. Hann hlaut einnig styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, íslensku, íþróttaafreksgreinum og stærðfræði en Bergur Fáfnir hefur haldið úti jafningjakennslu í stærðfræði og raungreinum innan skólans. Hann hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og einnig frá Efnafræðifélagi Íslands sem veitt eru nemendum sem sýna afburða árangur í efnafræði en Bergur sigraði árlega landskeppni í efnafræði meðal framhaldsskólanema fyrr á árinu. Móðir hans tók við viðurkenningunum á athöfninni fyrir sonar síns hönd. 107 nemendur brautskráðust í dag.Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Flensborgarskólinn brautskráði í dag 107 nemendur af fimm brautum skólans. 16 af félagsvísindabraut, 10 af raunvísindabraut, 4 af starfsbraut, 11 af viðskipta- og hagfræðibraut og 66 af opinni braut. Ríflega helmingur þeirra lauk einnig námi af einu af sviðum skólans, það er af félagslífssviði, litasviði, tæknisviði eða íþróttaafrekssviði skólans. Semidúx skólans þetta árið var Hekla Sif Óðinsdóttir með einkunnina 9,62. Hún hlaut raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hún fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku og spænsku og viðurkenningu frá Stærðfræðafélagi Íslands fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.Flensborgarskólinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir liðið skólaár, þ.m.t. skólastarfið sem einkenndist af gjöfulum verkefnum og frumkvæði nemenda. Þar vakti athygli nýr Flensborgarlundur í landi skógræktar Hafnarfjarðar og jafningjaver sem starfrækt er af nemendum til stuðnings við samnemendur sína í stærðfræði og raungreinum. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og minntist áranna í Flensborg með hlýju. Hún þakkaði samnemendum og starfsfólki skólans fyrir að gera skólann að lifandi og skemmtilegu umhverfi sem hún segir að geri Flensborg að svo einstökum skóla. Þá afhenti hún skólanum gjöf en hópurinn gaf fjárupphæð til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í nafni skólans. Tryggvi Harðarson ávarpaði athöfnina fyrir hönd 50 ára stúdenta en hann fór fyrir hópi þeirra sem luku fyrstir stúdentspróf frá Flensborgarskólanum árið 1975. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Sund Dúxar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Bergur Fáfnir Bjarnason hlaut hæstu einkunn í útskriftarárgangi Flensborgarskólans með meðaleinkunn upp á 9,74. Hann hlaut einnig styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, íslensku, íþróttaafreksgreinum og stærðfræði en Bergur Fáfnir hefur haldið úti jafningjakennslu í stærðfræði og raungreinum innan skólans. Hann hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og einnig frá Efnafræðifélagi Íslands sem veitt eru nemendum sem sýna afburða árangur í efnafræði en Bergur sigraði árlega landskeppni í efnafræði meðal framhaldsskólanema fyrr á árinu. Móðir hans tók við viðurkenningunum á athöfninni fyrir sonar síns hönd. 107 nemendur brautskráðust í dag.Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Flensborgarskólinn brautskráði í dag 107 nemendur af fimm brautum skólans. 16 af félagsvísindabraut, 10 af raunvísindabraut, 4 af starfsbraut, 11 af viðskipta- og hagfræðibraut og 66 af opinni braut. Ríflega helmingur þeirra lauk einnig námi af einu af sviðum skólans, það er af félagslífssviði, litasviði, tæknisviði eða íþróttaafrekssviði skólans. Semidúx skólans þetta árið var Hekla Sif Óðinsdóttir með einkunnina 9,62. Hún hlaut raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hún fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku og spænsku og viðurkenningu frá Stærðfræðafélagi Íslands fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.Flensborgarskólinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir liðið skólaár, þ.m.t. skólastarfið sem einkenndist af gjöfulum verkefnum og frumkvæði nemenda. Þar vakti athygli nýr Flensborgarlundur í landi skógræktar Hafnarfjarðar og jafningjaver sem starfrækt er af nemendum til stuðnings við samnemendur sína í stærðfræði og raungreinum. Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og minntist áranna í Flensborg með hlýju. Hún þakkaði samnemendum og starfsfólki skólans fyrir að gera skólann að lifandi og skemmtilegu umhverfi sem hún segir að geri Flensborg að svo einstökum skóla. Þá afhenti hún skólanum gjöf en hópurinn gaf fjárupphæð til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í nafni skólans. Tryggvi Harðarson ávarpaði athöfnina fyrir hönd 50 ára stúdenta en hann fór fyrir hópi þeirra sem luku fyrstir stúdentspróf frá Flensborgarskólanum árið 1975.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Sund Dúxar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira