Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 22:37 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“