Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 18:01 Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun verður ekki til í tómarúmi. Hún þrífst þar sem ólíkir aðilar koma saman, deila þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú stendur til að opna nýja miðstöð innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar. Nýja húsnæðið miðar að því að efla samtalið og tengja saman frumkvöðla, vísindafólk og fyrirtæki til að þróa lausnir í sameiningu. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og sveigjanlega aðstöðu þar sem lögð verður áhersla á jarðvarma- og orkutengda nýsköpun og rannsóknir. Í húsinu verða rými fyrir vinnu, prófanir, sýningar og óformleg samskipti sem stuðla að þverfaglegu samtali. Fyrsta verkefnið í fyrirhugaðri miðstöð nýsköpunar er Geolab – aðstaða fyrir jarðvarmatengdar rannsóknir í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Framtíðarsýnin er að Geolab verði vettvangur fyrir fjölbreytt innlend og alþjóðleg rannsóknarverkefni á sviði jarðvarma – og verði þannig kjarnaverkefni í þróun nýsköpunarsamfélagsins innan Jarðhitagarðsins. Hringrás í framkvæmd Við Íslendingar búum við þau lífsgæði að hafa aðgang að hreinum, endurnýjanlegum auðlindum í meiri mæli en flestar þjóðir. Það skapar einstök tækifæri, en líka ábyrgð. Okkar er að nýta þessar auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt, en jafnframt hámarka ávinning þeirra. Í Jarðhitagarðinum hefur sú hugsun tekið á sig áþreifanlega mynd – þar eru þær auðlindir sem þegar eru nýttar til raforku- og varmavinnslu fjölnýttar til frekari verðmætasköpunar. Í garðinum hefur skapast samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og ábyrgrar auðlindanýtingar. Fyrirtæki sem starfa innan garðsins nýta það sem áður var litið á sem úrgang eða hliðarafurð sem hráefni í þróun nýrra lausna, vöru og þjónustu. Þannig verður „úrgangur“ að verðmætum. Reynslan sýnir að þessi nálgun virkar. Fyrirtæki á borð við VAXA Technologies, sem þróar sjálfbæra þörungarækt, og Climeworks, brautryðjandi í kolefnisföngun, hafa vaxið innan Jarðhitagarðsins og fært hugmyndir yfir í raunveruleika. Heitur reitur til nýsköpunar Uppbyggingin í Jarðhitagarði er mikilvægur áfangi í vegferð ON um að virkja þær auðlindir sem við höfum - ekki aðeins í formi orku, heldur líka hugvits, samstarfs og sköpunarkrafts. ON vill styðja markvisst við rannsóknir og nýsköpun á sviði jarðvarma og sjálfbærni og stuðla að virku nýsköpunarsamfélagi sem byggir á hringrásarlausnum. Jarðhitinn sem kraumar undir fótum okkar hefur lengi verið notaður til orkuframleiðslu. Nú er hann einnig hvati nýsköpunar. Með miðstöð nýsköpunar í Jarðhitagarði er stigið stórt skref í átt að því að skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Markmiðið er skýrt; að gera frumkvöðlum kleift að prófa, betrumbæta og skala hugmyndir með aðgengi að verðmætum auðlindum og innviðum. Þetta er ekki tilviljunarkennd uppbygging heldur markviss stefna til að styðja við sjálfbæra orkutengda nýsköpun og efla íslenskt atvinnulíf. Hvað á framtíðin að heita? Þessa dagana stendur yfir nafnasamkeppni fyrir þetta nýja hús þar sem leitað er að nafni sem fangar anda þess; framsækni, sjálfbærni og samvinnu. Með góðu nafni höfum við tækifæri til að lýsa ekki bara byggingunni sjálfri, heldur þeirri framtíð sem við viljum skapa saman. Við hvetjum áhugasöm til að leggja fram tillögu og taka þátt í að móta ímynd þessa heita reits til nýsköpunar. Skil á tillögum fara fram á jardhitagardurinn.is Höfundur er leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun