Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar 21. maí 2025 15:00 Ástandið á Gaza og aðgerðarleysi heimsbyggðarinnar eru lamandi. Ég skil ekki hvernig hægt er að drepa börn? Ég skil ekki heldur hvernig hægt er að standa aðgerðarlaus hjá á meðan börn eru drepin? Mér líður eins og veröldinni hafi verið snúið á hvolf. Öll þau gildi sem ég ólst upp við eru horfin. Allur sá lærdómur sem við þóttumst hafa dregið af seinni heimstyrjöldinni er orðinn að engu. Aðgerðarleysi Íslands Við sem erum svo til valdlaus öskrum okkur hás, grátum yfir endalausum myndböndum af látnum og limlestum börnum, öskrum meira og hærra, reynum að minna valdhafa á ábyrgð sína og fá þau til að gera allt sem þau geta til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. En ekkert gerist. Ísland hefur ekki enn tekið þátt í kæru Suður-Afríku gegn Ísrael, við höfum ekki sett viðskiptaþvinganir á Ísrael, og við höfum ekki verið nógu hugrökk til að vera fyrsta þjóðin sem sniðgengur íþrótta- og menningarsamstarf gegn Ísrael, t.d. með því að neita að taka þátt í Eurovision eða íþróttaviðburðum þar sem Ísrael keppir. En stjórnsýslan endurnýjaði hinsvegar samning sinn við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem hefur síendurtekið lýst yfir fullum stuðningi við ísraelsk stjórnvöld. Þó íslenskir borgarar styðji Palestínu þá hefur íslenska ríkið ekkert gert til að styðja Palestínu, þvert á móti, eins og sést með nýtilkomnum 2 ára samningi ríkisins við Rapyd. Það er reyndar skref í rétta átt að utanríkisráðherra hefur hvatt ísraelsk stjórnvöld til ”að heimila tafarlaust aðgengi mannúðaraðstoðar inn á Gaza og gera stofnunum Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka kleift að starfa á svæðinu” (Stjórnarráðið | Sameiginleg yfirlýsing 24 utanríkisráðherra vegna aðgengis að neyðaraðstoð á Gaza). Það er líka skref í rétt átt að Kristrún Frostadóttir segi að þolinmæðin gagnvart Ísrael sé á þrotum. Hvorutveggja er gott og blessað, þó seint sé. En orð hjálpa deyjandi börnum og almenningi á Gaza ekki. Nú þarf að grípa til aðgerða. Strax! Ástandið á Gaza í dag Í gær sagði Tom Fletcher, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum og neyðaraðstoð, að 14.000 börn myndu að öllum líkindum deyja á komandi 48 klukkustundum (þá höfum við væntanlega um 24 klst. til stefnu þegar þetta er skrifað) ef matur og neyðargögn kæmust ekki tafarlaust til fólksins á Gaza. UN warns 14,000 babies could die within 48 hours under Israel siege of Gaza | The Independent. Ísraelsk stjórnvöld hafa á síðustu klukkustundum hleypt nokkrum vörubílum með matvæli yfir landamærin, en hafa hinsvegar hindrað för þeirra þar, svo matur og hjálpargögn hafa enn ekki komist til fólksins sem þarf á þeim að halda (Dozens of trucks of humanitarian aid for Gaza still sitting at border entry | CBC News). Hjálpin hefur enn ekki borist til barnanna sem eru að deyja úr hungri og þorsta núna, í dag, á þessari mínútu. Hjálparleysi í beinni útsendingu Aldrei aftur, sagði hinn vestræni heimur eftir Helförina. Aldrei aftur. Og minna en öld er liðin og hryllingurinn hefur endurtekið sig. Núna horfum við á blóðbaðið í beinni útsendingu. Á hverjum degi sé ég látin börn. Sundurtætta líkama, limlesta kroppa, syrgjandi foreldra með líflaus börnin sín í fanginu. Grindhoruð börn stara á mig af skjánum, stórum innsokknum augum og ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig fólkið sem fer með völdin, fólk sem raunverulega getur breytt gangi mála, lætur sér nægja að láta orðin tala. Krafa um aðgerðir – strax! Hvernig getur siðmenntað samfélag horft upp á þegar börn eru sprengd, skotin og svelt? Erum við ekki öll samsek þegar við gerum ekki allt sem við getum til að bjarga börnum í hættu? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem þau geta til að þrýsta á Ísrael að hætta þjóðarmorðinu á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir á Ísrael, tökum þátt í ákæru Suður-Afríku og gefum frá okkur yfirlýsingu þess efnis að við munum ekki taka þátt í íþrótta- og menningarstarfi þar sem Ísrael tekur þátt. Sitjum ekki við orðin tóm, látum verkin tala. Grípum til aðgerða strax í dag! Höfundur er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ástandið á Gaza og aðgerðarleysi heimsbyggðarinnar eru lamandi. Ég skil ekki hvernig hægt er að drepa börn? Ég skil ekki heldur hvernig hægt er að standa aðgerðarlaus hjá á meðan börn eru drepin? Mér líður eins og veröldinni hafi verið snúið á hvolf. Öll þau gildi sem ég ólst upp við eru horfin. Allur sá lærdómur sem við þóttumst hafa dregið af seinni heimstyrjöldinni er orðinn að engu. Aðgerðarleysi Íslands Við sem erum svo til valdlaus öskrum okkur hás, grátum yfir endalausum myndböndum af látnum og limlestum börnum, öskrum meira og hærra, reynum að minna valdhafa á ábyrgð sína og fá þau til að gera allt sem þau geta til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. En ekkert gerist. Ísland hefur ekki enn tekið þátt í kæru Suður-Afríku gegn Ísrael, við höfum ekki sett viðskiptaþvinganir á Ísrael, og við höfum ekki verið nógu hugrökk til að vera fyrsta þjóðin sem sniðgengur íþrótta- og menningarsamstarf gegn Ísrael, t.d. með því að neita að taka þátt í Eurovision eða íþróttaviðburðum þar sem Ísrael keppir. En stjórnsýslan endurnýjaði hinsvegar samning sinn við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem hefur síendurtekið lýst yfir fullum stuðningi við ísraelsk stjórnvöld. Þó íslenskir borgarar styðji Palestínu þá hefur íslenska ríkið ekkert gert til að styðja Palestínu, þvert á móti, eins og sést með nýtilkomnum 2 ára samningi ríkisins við Rapyd. Það er reyndar skref í rétta átt að utanríkisráðherra hefur hvatt ísraelsk stjórnvöld til ”að heimila tafarlaust aðgengi mannúðaraðstoðar inn á Gaza og gera stofnunum Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka kleift að starfa á svæðinu” (Stjórnarráðið | Sameiginleg yfirlýsing 24 utanríkisráðherra vegna aðgengis að neyðaraðstoð á Gaza). Það er líka skref í rétt átt að Kristrún Frostadóttir segi að þolinmæðin gagnvart Ísrael sé á þrotum. Hvorutveggja er gott og blessað, þó seint sé. En orð hjálpa deyjandi börnum og almenningi á Gaza ekki. Nú þarf að grípa til aðgerða. Strax! Ástandið á Gaza í dag Í gær sagði Tom Fletcher, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum og neyðaraðstoð, að 14.000 börn myndu að öllum líkindum deyja á komandi 48 klukkustundum (þá höfum við væntanlega um 24 klst. til stefnu þegar þetta er skrifað) ef matur og neyðargögn kæmust ekki tafarlaust til fólksins á Gaza. UN warns 14,000 babies could die within 48 hours under Israel siege of Gaza | The Independent. Ísraelsk stjórnvöld hafa á síðustu klukkustundum hleypt nokkrum vörubílum með matvæli yfir landamærin, en hafa hinsvegar hindrað för þeirra þar, svo matur og hjálpargögn hafa enn ekki komist til fólksins sem þarf á þeim að halda (Dozens of trucks of humanitarian aid for Gaza still sitting at border entry | CBC News). Hjálpin hefur enn ekki borist til barnanna sem eru að deyja úr hungri og þorsta núna, í dag, á þessari mínútu. Hjálparleysi í beinni útsendingu Aldrei aftur, sagði hinn vestræni heimur eftir Helförina. Aldrei aftur. Og minna en öld er liðin og hryllingurinn hefur endurtekið sig. Núna horfum við á blóðbaðið í beinni útsendingu. Á hverjum degi sé ég látin börn. Sundurtætta líkama, limlesta kroppa, syrgjandi foreldra með líflaus börnin sín í fanginu. Grindhoruð börn stara á mig af skjánum, stórum innsokknum augum og ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig fólkið sem fer með völdin, fólk sem raunverulega getur breytt gangi mála, lætur sér nægja að láta orðin tala. Krafa um aðgerðir – strax! Hvernig getur siðmenntað samfélag horft upp á þegar börn eru sprengd, skotin og svelt? Erum við ekki öll samsek þegar við gerum ekki allt sem við getum til að bjarga börnum í hættu? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem þau geta til að þrýsta á Ísrael að hætta þjóðarmorðinu á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir á Ísrael, tökum þátt í ákæru Suður-Afríku og gefum frá okkur yfirlýsingu þess efnis að við munum ekki taka þátt í íþrótta- og menningarstarfi þar sem Ísrael tekur þátt. Sitjum ekki við orðin tóm, látum verkin tala. Grípum til aðgerða strax í dag! Höfundur er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar