Innlent

Mót­mæla við utan­ríkis­ráðu­neytið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magga Stína söngkona fer fyrir mótmælunum.
Magga Stína söngkona fer fyrir mótmælunum. Vísir/Oddur Ævar

Nokkur fjöldi fólks er saman kominn við utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsinu í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla aðgerðarleysi Íslands vegna blóðsúthellinga á Gasa. Tími bréfaskrifta sé liðinn og taka þurfi upp viðskiptaþvinganir á Ísrael.

Í boðun vegna mótmæla segir að um skyndimótmæli sé að ræða og áríðandi að fólk mæti. Ástæðan sé sú að tíminn sé á þrotum fyrir Palestínumenn á Gasa. 

Klippa: Mót­mæltu við utan­ríkis­ráðu­neytið

„Ísrael notar hungur sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts og allsherjar innrás Ísraelshers er hafin. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og innrásar Ísraelshers á landi. Mörg hundruð hafa verið drepin á síðustu dögum á meðan Evrópa var með augun á Eurovision,“ segir í tilkynningunni.

„Þetta er þjóðarmorð og glæpur gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi.“

Mótmælt er í blíðskaparveðri við nýja Landsbankahúsið þar sem utanríkisráðuneytið er til húsa.Vísir/Oddur Ævar

Biðlað er til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, stéttarfélaga - allra - að nota öll þau tól sem þau eigi til að þrýsta á ríkisstjórnina. 

„Þrýsta á að hún grípi samstundis til aðgerða og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að koma á alþjóðlegum þvingunaraðgerðum strax. Tími bréfaskrifta er löngu runninn út. Viðskiptaþvinganir á Ísrael, þátttaka í ákæru S-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi - STRAX.“

Vísir/Anton Brink

Vísir/Anton Brink

Vísir/Anton Brink

Vísir/Anton Brink

Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×