Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar 20. maí 2025 14:32 Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar