Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 14:03 Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun