Sport

Ey­gló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Vinstra megin á myndunum eru Reykjavíkurmeistararnir Eygló og Raj. Hægra megin eru Saula Zukauskaite og Daniel Pozo, sem töpuðu úrslitaleikjunum.
Vinstra megin á myndunum eru Reykjavíkurmeistararnir Eygló og Raj. Hægra megin eru Saula Zukauskaite og Daniel Pozo, sem töpuðu úrslitaleikjunum. tennissamband Íslands

Fjölniskonan Eygló Dís Ármannsdóttir og Víkingurinn Raj K. Bonifacius urðu Reykjavíkurmeistarar í tennis þegar Meistaramóti Reykjavíkur lauk í gær á tennisvöllum Víkings í Fossvoginum.

Eygló Dís Ármannsdóttir sigraði Saule Zukauskaite 2-1 í úrslitaleik meistaraflokks kvenna, settin fóru 3–6, 7–6, 6–3, í spennandi leik sem stóð í tæpa þrjá klukkutíma. Þær kepptu báðar fyrir hönd Fjölnis.

Í úrslitaleik meistaraflokks karla hafði Raj K. Bonifacius betur gegn Daniel Pozo 2-0 með 6–2, sigrum í báðum settum. Raj keppti fyrir hönd Víkings en Daniel fyrir hönd Fjölnis.

Keppt var bæði í einstaklings greinum og liðakeppni, og tóku um sextíu keppendur þátt í mótinu í tíu mismunandi aldursflokkum.

Í liðakeppni sigraði Ungmennafélag Fjölnis bæði í meistaraflokki og U14 flokki. Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur vann öðlingaflokk 30+ og U12 flokki. Fleiri úrslit frá mótinu má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×