Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2025 09:06 Nick Út heldur á myndinni frægu sem hefur verið nefnd „Napalmstúlkan“ árið 2022. Vinstra megin við hann er Kim Phuc, aðalviðfangsefni myndarinnar, en hún var níu ára gömul þegar hún var tekin. AP/Gregorio Borgia Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu. Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu.
Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira