„Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. maí 2025 21:54 Andri Rafn Yeoman Paweł/Vísir Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á Val í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaleik sjöundu umferð Bestu deild karla. „Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
„Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira