Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. maí 2025 23:17 Hannes S. Jónsson. VÍSIR/VILHELM Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu. Hannes hefur starfað fyrir KKÍ lengur en elstu menn, og konur, muna. Hann veit vel hversu mörg hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að gera Ísland að því íþróttaundri sem það er. Var það umræðuefni hans þegar hann steig upp í pontu. „Virðulegi forseti. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekkt,“ segir Hannes meðal annars í ræðu sinni. Hannes segir lykilinn að „gróskumiklu íþróttastarfi Íslands“ sé sjálfboðaliðinn. „Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins.“ „Án ykkar væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar. Við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin deilast á fáa aðila. En samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda okkur af.“ Þá minntist Hannes á hversu mikilvægar íþróttir eru þegar kemur að forvörnum og hvaða hlutverk þær hafa í að móta ungviði landsins. „Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum. Hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk.“ „Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi.“ Ræðuna í heild sinni má bæði lesa á vef Alþingis sem og það má horfa á hana á vefnum. Körfubolti KKÍ Alþingi Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Hannes hefur starfað fyrir KKÍ lengur en elstu menn, og konur, muna. Hann veit vel hversu mörg hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að gera Ísland að því íþróttaundri sem það er. Var það umræðuefni hans þegar hann steig upp í pontu. „Virðulegi forseti. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekkt,“ segir Hannes meðal annars í ræðu sinni. Hannes segir lykilinn að „gróskumiklu íþróttastarfi Íslands“ sé sjálfboðaliðinn. „Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins.“ „Án ykkar væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar. Við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin deilast á fáa aðila. En samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda okkur af.“ Þá minntist Hannes á hversu mikilvægar íþróttir eru þegar kemur að forvörnum og hvaða hlutverk þær hafa í að móta ungviði landsins. „Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum. Hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk.“ „Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi.“ Ræðuna í heild sinni má bæði lesa á vef Alþingis sem og það má horfa á hana á vefnum.
Körfubolti KKÍ Alþingi Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira