Innlent

Heim­koma Grind­víkinga, um­deild söngva­keppni og „kassabyggingum“ mót­mælt

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Grindvíkingar geta gist í húsum sínum í sumar og heimamenn segja það fyrsta skrefið í að endurvekja bæinn. Við verðum í beinni frá Grindavík í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum í fólki sem fagnar þessum tímamótum.

Forsætisráðherra Spánar kallar eftir því að Ísraelum verði bannað að taka þátt í Eurovision og bæði Spánverjar og Íslendingar munu óska eftir gögnum um símakosninguna. Einni umdeildustu keppni síðari ára er nú lokið og Bjarki Sigurðsson, fréttamaður okkar, sem var í Basel mætir í myndver og fer yfir andrúmsloftið í keppninni.

Forstjóri Grundarheimilanna segir hjúkrunarheimili ekki eiga efni á því að missa starfsfólk sem skortir íslenskukunnáttu. Við ræðum við hann um kröfu Félags hjúkrunarfræðinga um að erlendir hjúkrunarfræðingar fái ekki starfsleyfi án íslenskukunnáttu.

Þá kíkjum við á framkvæmdir við gömlu höfnina í Reykjavík þar sem íbúar í nágrenninu mótmæla fyrirhugaðri uppbygginu og segjast ekki vilja „fleiri kassa“. Við verðum auk þess í beinni frá Laugardal þar sem börn reyna við heimsmet í lengd parísarbrautar og sjáum myndir af óvenjulegri þoku sem lá yfir Reykjavík í dag.

Spenna er meðal Haukakvenna eftir langa bið fyrir komandi úrslitaeinvígi við Val í handboltanum. Við hittum reynslubolta úr liðinu og í Íslandi í dag verður rætt við Esjar Smára – sem veit nákvæmlega hver hann er og hefði aldrei viljað vera annað en trans.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×