Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 15:56 Áhorfandi með fána Palestínu á æfingu í framlags Ísraels í tónleikahöllinni í Basel í vikunni. Getty Images/Harold Cunningham Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. „Við getum ekki leyft tvöfalt siðgæði, ekki einu sinni í menningu,“ sagði Sánchez og bætti við að samstaða með Palestínumönnum væri nauðsynleg vegna óréttlætis, stríðs og sprengjuárása. Ísrael ætti ekki að fá að vera með á meðan hernaði þeirra á Gasa stæði. Ummæli Sanchez koma í kjölfar þess að Ísrael hafnaði í öðru sæti í Eurovision í Basel í Sviss um helgina þar sem söngkonan Yuval Raphael flutti lagið „New Day Will Rise“ og hlaut hæstu einkunn í símakosningu áhorfenda. Fyrr í dag hafði spænska ríkissjónvarpið kallað eftir rannsókn á símakosningunni á Spáni. Ísrael fékk 12 stig frá Spánverjum í símakosningunni sem margir hafa sett spurningamerki við. Þá hafði spænska sjónvarpið í apríl kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni. Ísrael fékk núll stig frá spænsku dómnefndinni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt að Ríkisútvarpið muni sömuleiðis óska eftir upplýsingum úr símakosningunni hér á landi. Framlag Ísraels fékk 297 stig í símakosningunni á laugardaginn, mest allra þjóða, og hafnaðií öðru sæti keppninnar á eftir Austurríki. Spánn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Eurovision 2026 Tengdar fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15 Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
„Við getum ekki leyft tvöfalt siðgæði, ekki einu sinni í menningu,“ sagði Sánchez og bætti við að samstaða með Palestínumönnum væri nauðsynleg vegna óréttlætis, stríðs og sprengjuárása. Ísrael ætti ekki að fá að vera með á meðan hernaði þeirra á Gasa stæði. Ummæli Sanchez koma í kjölfar þess að Ísrael hafnaði í öðru sæti í Eurovision í Basel í Sviss um helgina þar sem söngkonan Yuval Raphael flutti lagið „New Day Will Rise“ og hlaut hæstu einkunn í símakosningu áhorfenda. Fyrr í dag hafði spænska ríkissjónvarpið kallað eftir rannsókn á símakosningunni á Spáni. Ísrael fékk 12 stig frá Spánverjum í símakosningunni sem margir hafa sett spurningamerki við. Þá hafði spænska sjónvarpið í apríl kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni. Ísrael fékk núll stig frá spænsku dómnefndinni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt að Ríkisútvarpið muni sömuleiðis óska eftir upplýsingum úr símakosningunni hér á landi. Framlag Ísraels fékk 297 stig í símakosningunni á laugardaginn, mest allra þjóða, og hafnaðií öðru sæti keppninnar á eftir Austurríki.
Spánn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Eurovision 2026 Tengdar fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15 Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05
Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15
Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52