Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 19. maí 2025 08:33 Á undanförnum áratugum hefur fataverslun og neyslumenning þróast á áður óþekktan hátt. Áður fyrr voru fatakaup bundin við árstíðaskipti og raunverulega þörf en nú eru þau orðin hluti af hraðri hringrás tískuiðnaðarins þar sem nýjar vörur koma vikulega, eða daglega, á markað. Það er kominn tími til að endurhugsa fatakaup. Saga hraðtísku - Frá iðnbyltingu til netverslana Í kjölfar iðnbyltingarinnar á 19. öld varð framleiðsla fatnaðar auðveldari og ódýrari. Þessi þróun jókst hratt á 20. öld, einkum eftir síðari heimsstyrjöldina. Þegar verksmiðjur fluttust til láglaunalanda á 8. og 9. áratugnum varð fatnaður enn ódýrari og aðgengilegri. Merki á borð við Zara og H&M þróuðu ný viðskiptamódel hraðtískunnar (e. fast fashion) þar sem nýjar flíkur birtast í búðum innan örfárra vikna eftir að búið er að skanna hvað þekktu tískuhúsin eru að bjóða upp á. Á síðustu árum hafa netverslanir eins og Shein og Temu hraðað þessari þróun enn frekar og skapað háhraðatísku eða „ultra fast fashion“, þar sem þúsundir nýrra flíka birtast á hverjum degi á vefsíðum þeirra. Tölulegar staðreyndir Magn framleiðslu og sóunar er gríðarlegt en á heimsvísu eru framleidd yfir 100 milljarðar flíka árlega. Um 85% af textíl endar annað hvort í urðun eða í brennslu en aðeins 1% er raunverulega endurunnið í nýjan textíl. Í Evrópu kaupir hver einstaklingur að meðaltali 26 kg af textíl árlega og fleygir 11 kg. Í Bandaríkjunum hafa fatakaup aukist um 60% frá árinu 2000, á meðan meðalnotkunartími hverrar flíkur hefur styst um 36%. Umhverfisáhrif hraðtísku eru ógnvænleg en tískuiðnaðurinn notar 79 milljarða rúmmetra af vatni árlega (sturluð staðreynd!) meira en samanlögð árleg vatnsnotkun Frakklands, Þýskalands og Bretlands! Framleiðsla á einum bómullarbol getur krafist allt að 2.700 lítra af vatni, sem jafngildir því sem einn einstaklingur neytir yfir þriggja ára tímabil. Þrælahald í nýjum búningi Vinnuafl fataverksmiðja er í raun nútíma þrælahald. Yfir 75 milljónir einstaklinga starfa í textíliðnaði á heimsvísu, þar af um 80% konur, margar í þróunarlöndum við skelfilegar aðstæður þar sem engin réttindi eru virt og engin grið gefin frekar en við annars konar þrælahald. Hvað getum við gert? Íslenskir neytendur eru meðal þeirra sem kaupa mest af fötum miðað við höfðatölu í Evrópu og skyldi engan undra. Samtímis vex áhugi á sparnaði og nægjusemi, með því að endurnýta, bæta og endurhanna sem eru sannarlega góðar fréttir. Þrifthreyfingin (e. the second hand/thrifting revolution) er sannarlega í sókn á Íslandi. Þar má helst nefna fataskiptamarkaði sem hafa sprottið upp á vinnustöðum og hjá félagasamtökum, básaleigur verða sífellt vinsælli sem og sölusíður þar sem nýr og notaður fatnaður gengur kaupum og sölum. Nú á dögunum fór sala á notuðum fatnaði af netsíðunni Vinted fram úr sölu á nýjum fatnaði af vefsíðum í Frakklandi, landi tískunnar. Um leið og endurnýting og meðvitaðri kauphegðun fær sífellt meiri hljómgrunn, sérstaklega meðal yngri kynslóða megum við hin eldri sannarlega standa okkur betur. Á tímum ofneyslu og ógnvekjandi framleiðslu á kostnað fólks (þar á meðal barna!), umhverfis og náttúru verðum við að staldra við og spyrja okkur; þarf ég virkilega þessa flík? Hvaða spor skilur hún eftir sig á jörðinni? Hver framleiddi hana og við hvaða kjör? Stjórnvöld geta sannarlega haft áhrif til dæmis með því að flokka textíl á skilvirkari hátt svo auðveldara sé að endurnýta fatnað. Hægt er að gera gera þjónustu saumastofa frádráttarbæra til skatts sem og kaup á þjónustu básaleiga og veita fyrirtækjum sem endurhanna fatnað ívilnanir. Þá væri hægt að banna innflutning á fatnaði sem ekki stenst umhverfisvottun og þannig stuðla að aukinni meðvitund í samfélaginu. Það sem við gerum skiptir máli Tökum meðvitaða ákvörðun og veljum að taka skref í átt að breytingum. Kaupum minna og vöndum valið. Styðjum þannig við sanngjarna framleiðslu og minni framleiðendur sem huga að umhverfisvernd og sjálfbærni. Þannig veljum við gæði fram yfir magn og styðjum gjarnan við staðbundna framleiðslu sem er sanngirnisvottuð (e. fair trade). Nýtum betur það sem við eigum, gerum við, skiptumst á, þriftum og leigjum fatnað fyrir sérstök tilefni. Verum líka dugleg að fræðast um málefnið og áhrif háhraðatísku á umhverfi og samfélög. Við getum öll haft áhrif með því að stíga út úr sjálfvirkri og óðri neyslumenningu og inn í þá meðvitaðri og ábyrgari. Höfundur er umhverfissinni og áhugamanneskja um endurnýtingu, kennari og ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Umhverfismál Neytendur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratugum hefur fataverslun og neyslumenning þróast á áður óþekktan hátt. Áður fyrr voru fatakaup bundin við árstíðaskipti og raunverulega þörf en nú eru þau orðin hluti af hraðri hringrás tískuiðnaðarins þar sem nýjar vörur koma vikulega, eða daglega, á markað. Það er kominn tími til að endurhugsa fatakaup. Saga hraðtísku - Frá iðnbyltingu til netverslana Í kjölfar iðnbyltingarinnar á 19. öld varð framleiðsla fatnaðar auðveldari og ódýrari. Þessi þróun jókst hratt á 20. öld, einkum eftir síðari heimsstyrjöldina. Þegar verksmiðjur fluttust til láglaunalanda á 8. og 9. áratugnum varð fatnaður enn ódýrari og aðgengilegri. Merki á borð við Zara og H&M þróuðu ný viðskiptamódel hraðtískunnar (e. fast fashion) þar sem nýjar flíkur birtast í búðum innan örfárra vikna eftir að búið er að skanna hvað þekktu tískuhúsin eru að bjóða upp á. Á síðustu árum hafa netverslanir eins og Shein og Temu hraðað þessari þróun enn frekar og skapað háhraðatísku eða „ultra fast fashion“, þar sem þúsundir nýrra flíka birtast á hverjum degi á vefsíðum þeirra. Tölulegar staðreyndir Magn framleiðslu og sóunar er gríðarlegt en á heimsvísu eru framleidd yfir 100 milljarðar flíka árlega. Um 85% af textíl endar annað hvort í urðun eða í brennslu en aðeins 1% er raunverulega endurunnið í nýjan textíl. Í Evrópu kaupir hver einstaklingur að meðaltali 26 kg af textíl árlega og fleygir 11 kg. Í Bandaríkjunum hafa fatakaup aukist um 60% frá árinu 2000, á meðan meðalnotkunartími hverrar flíkur hefur styst um 36%. Umhverfisáhrif hraðtísku eru ógnvænleg en tískuiðnaðurinn notar 79 milljarða rúmmetra af vatni árlega (sturluð staðreynd!) meira en samanlögð árleg vatnsnotkun Frakklands, Þýskalands og Bretlands! Framleiðsla á einum bómullarbol getur krafist allt að 2.700 lítra af vatni, sem jafngildir því sem einn einstaklingur neytir yfir þriggja ára tímabil. Þrælahald í nýjum búningi Vinnuafl fataverksmiðja er í raun nútíma þrælahald. Yfir 75 milljónir einstaklinga starfa í textíliðnaði á heimsvísu, þar af um 80% konur, margar í þróunarlöndum við skelfilegar aðstæður þar sem engin réttindi eru virt og engin grið gefin frekar en við annars konar þrælahald. Hvað getum við gert? Íslenskir neytendur eru meðal þeirra sem kaupa mest af fötum miðað við höfðatölu í Evrópu og skyldi engan undra. Samtímis vex áhugi á sparnaði og nægjusemi, með því að endurnýta, bæta og endurhanna sem eru sannarlega góðar fréttir. Þrifthreyfingin (e. the second hand/thrifting revolution) er sannarlega í sókn á Íslandi. Þar má helst nefna fataskiptamarkaði sem hafa sprottið upp á vinnustöðum og hjá félagasamtökum, básaleigur verða sífellt vinsælli sem og sölusíður þar sem nýr og notaður fatnaður gengur kaupum og sölum. Nú á dögunum fór sala á notuðum fatnaði af netsíðunni Vinted fram úr sölu á nýjum fatnaði af vefsíðum í Frakklandi, landi tískunnar. Um leið og endurnýting og meðvitaðri kauphegðun fær sífellt meiri hljómgrunn, sérstaklega meðal yngri kynslóða megum við hin eldri sannarlega standa okkur betur. Á tímum ofneyslu og ógnvekjandi framleiðslu á kostnað fólks (þar á meðal barna!), umhverfis og náttúru verðum við að staldra við og spyrja okkur; þarf ég virkilega þessa flík? Hvaða spor skilur hún eftir sig á jörðinni? Hver framleiddi hana og við hvaða kjör? Stjórnvöld geta sannarlega haft áhrif til dæmis með því að flokka textíl á skilvirkari hátt svo auðveldara sé að endurnýta fatnað. Hægt er að gera gera þjónustu saumastofa frádráttarbæra til skatts sem og kaup á þjónustu básaleiga og veita fyrirtækjum sem endurhanna fatnað ívilnanir. Þá væri hægt að banna innflutning á fatnaði sem ekki stenst umhverfisvottun og þannig stuðla að aukinni meðvitund í samfélaginu. Það sem við gerum skiptir máli Tökum meðvitaða ákvörðun og veljum að taka skref í átt að breytingum. Kaupum minna og vöndum valið. Styðjum þannig við sanngjarna framleiðslu og minni framleiðendur sem huga að umhverfisvernd og sjálfbærni. Þannig veljum við gæði fram yfir magn og styðjum gjarnan við staðbundna framleiðslu sem er sanngirnisvottuð (e. fair trade). Nýtum betur það sem við eigum, gerum við, skiptumst á, þriftum og leigjum fatnað fyrir sérstök tilefni. Verum líka dugleg að fræðast um málefnið og áhrif háhraðatísku á umhverfi og samfélög. Við getum öll haft áhrif með því að stíga út úr sjálfvirkri og óðri neyslumenningu og inn í þá meðvitaðri og ábyrgari. Höfundur er umhverfissinni og áhugamanneskja um endurnýtingu, kennari og ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun