Innlent

Hryðjuverkamálið gæti haft veru­lega þýðingu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sindri og Ísidór hafa verið sýknaðir fyrir tveimur dómstigum, en stefna nú á það þriðja.
Sindri og Ísidór hafa verið sýknaðir fyrir tveimur dómstigum, en stefna nú á það þriðja. Vísir/Vilhelm

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir Hryðjuverkamálið svokallaða. Sakborningar þess, Sindri Snær Birgisson, 27 ára, og Ísidór Nathansson, 26 ára, hafa verið sýknaðir af ákæru um tilraun til hryðjuverka, bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti.

Að mati Hæstaréttar hefur málið verulega almenna þýðingu og samþykkir því að taka málið fyrir.

Sindri hlaut átján mánaða fangelsisdóm og Ísidór fimmtán mánaða dóm fyrir vopnalagabrot. Sá hluti málsins verður ekki skoðaður fyrir Hæstarétti.

Ríkissaksóknari fór fram á að dómi Landsréttar yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Tvímenningarnir hefðu verið ranglega sýknaðir af hryðjuverkaákæruinni og dómurinn því bersýnilega rangur. Þar að auki sagði Ríkissaksóknari að mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar í málinu.

Líkt og áður segir féllst Hæstiréttur á að málið hefði verulega almenna þýðingu og samþykkir að taka það fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×