Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 21:53 Davíð segir sánuferðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líkamann og hjartað. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu. Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð. Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð.
Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira