Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 23:46 Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42
„Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45
Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42