Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2025 20:43 Frímann Ari Ferdinandsson er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Vísir Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal Áfengi Reykjavík Reykjanesbær ÍSÍ Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal
Áfengi Reykjavík Reykjanesbær ÍSÍ Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira