Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 17:02 Frá fyrri Miðbæjarreið Landssamband hestamannafélaga. Hildur hefur lagt til að slíkir viðburðir geti farið fram án þess að borgin innheimti afnotaleyfisgjöld. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. Í morgun var greint frá því að Landssamband hestamannafélaga hefði ákveðið að láta ekki bjóða sér rukkun borgarinnar upp á 477,5 þúsund krónur í aðstöðugjald vegna Miðbæjarreiðarinnar svokölluðu. Að óbreyttu verði ekkert af reiðinni. „Við sjáum mörg dæmi þess að viðburðir séu færðir til annarra sveitarfélaga eða rótgrónum viðburðum aflýst vegna gjaldtöku borgarinnar. Nýjasta dæmið er auðvitað miðbæjarreið Landsambands hestamanna sem nú hefur verið aflýst af þessum sökum. Þetta er verulega óæskileg þróun,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs Hildur lagði í dag fram svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs: „Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.“ Í greinargerð með tillögunni fylgir taflan hér að neðan, sem sýnir breytingarnar sem lagðar eru til. Í fundargerð fundar borgarráðs segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Ætti að vera keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á borgina Hildur segir að það ætti að vera borginni keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á hversdaginn og skapa ánægjulega upplifun fyrir fólkið í borginni. „Ég hef því lagt til við borgarráð að gjaldtöku verði hætt af viðburðum sem skilgreindir eru verulegir eða minniháttar og að gjald vegna meiriháttar viðburða verði helmingað. Höfuðborgin á að vera aðlaðandi staður fyrir viðburðahald og hvers kyns íþyngjandi gjaldtaka og regluverk dregur auðvitað úr möguleikum á því að hér sé hægt að skapa lifandi borg með blómlegu mannlífi og menningarlífi.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Hestar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Landssamband hestamannafélaga hefði ákveðið að láta ekki bjóða sér rukkun borgarinnar upp á 477,5 þúsund krónur í aðstöðugjald vegna Miðbæjarreiðarinnar svokölluðu. Að óbreyttu verði ekkert af reiðinni. „Við sjáum mörg dæmi þess að viðburðir séu færðir til annarra sveitarfélaga eða rótgrónum viðburðum aflýst vegna gjaldtöku borgarinnar. Nýjasta dæmið er auðvitað miðbæjarreið Landsambands hestamanna sem nú hefur verið aflýst af þessum sökum. Þetta er verulega óæskileg þróun,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs Hildur lagði í dag fram svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs: „Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.“ Í greinargerð með tillögunni fylgir taflan hér að neðan, sem sýnir breytingarnar sem lagðar eru til. Í fundargerð fundar borgarráðs segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Ætti að vera keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á borgina Hildur segir að það ætti að vera borginni keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á hversdaginn og skapa ánægjulega upplifun fyrir fólkið í borginni. „Ég hef því lagt til við borgarráð að gjaldtöku verði hætt af viðburðum sem skilgreindir eru verulegir eða minniháttar og að gjald vegna meiriháttar viðburða verði helmingað. Höfuðborgin á að vera aðlaðandi staður fyrir viðburðahald og hvers kyns íþyngjandi gjaldtaka og regluverk dregur auðvitað úr möguleikum á því að hér sé hægt að skapa lifandi borg með blómlegu mannlífi og menningarlífi.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Hestar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira