Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2025 09:01 Kristinn Gunnar Kristinsson fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu síðustu helgi. Hann þakkar góðum undirbúningi fyrir góða líðan eftir tæplega 300 kílómetra hlaup. Vísir/Viktor Freyr Kristinn Gunnar Kristinsson kvartar lítið yfir eymslum í líkamanum eftir afrek síðustu helgar þegar hann fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Valur Páll hitti Kristinn örfáum dögum eftir að hann hafði verið tæplega tvo sólarhringa á hlaupum. Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira