Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2025 09:01 Kristinn Gunnar Kristinsson fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu síðustu helgi. Hann þakkar góðum undirbúningi fyrir góða líðan eftir tæplega 300 kílómetra hlaup. Vísir/Viktor Freyr Kristinn Gunnar Kristinsson kvartar lítið yfir eymslum í líkamanum eftir afrek síðustu helgar þegar hann fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Valur Páll hitti Kristinn örfáum dögum eftir að hann hafði verið tæplega tvo sólarhringa á hlaupum. Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira