Innlent

Minni fjölgun er­lendra ríkis­borgara en síðustu ár

Lovísa Arnardóttir skrifar
Íslendingum og erlendum ríkisborgurum fjölgar enn en erlendum ríkisborgurum þó hægar en síðustu þrjú ár.
Íslendingum og erlendum ríkisborgurum fjölgar enn en erlendum ríkisborgurum þó hægar en síðustu þrjú ár. Vísir/Vilhelm

Alls voru 81.277 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. maí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 731 einstaklinga frá 1. desember 2024 eða um 0,9 prósent samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá. 

Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 685 einstaklinga eða um 0,2 prósent. Íslenskir ríkisborgara eru alls 326.185.

Í tilkynningu Þjóðskrár segir að ríkisborgurum haldi áfram að fjölga frá bæði Úkraínu og Palestínu. Úkraínskum ríkisborgurum fjölgaði um 153 eða 3,2 prósent og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði um 31 eða 3,8 prósent frá 1. desember. 

Pólverjar flestir

Pólskum ríkisborgurum fækkaði um 123 og eru nú 26.416 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi. Hlutfallslega eru pólskir ríkisborgarar 6,5 prósent þeirra sem búa á Íslandi og litáenskir 1,5 prósent. Erlendis ríkisborgarar frá öðrum löndum eru 11 prósent. Samanlagt eru 19,9 prósent íbúa erlendir ríkisborgarar. 

Sama hlutfall var 13,6 prósent í desember árið 2019. Þá voru þeir 49.347 og fjölgaði næstu ár um sirka 2000 á ári þar til árið 2022 þegar þeim fjölgaði um tæplega tíu þúsund og svo aftur um tæplega tíu þúsund árið eftir. Frá 2023 til 2024 fjölgaði þeim svo um rúm fimm þúsund en hefur nú aðeins fjölgað um 731 frá því í desember 2024.


Tengdar fréttir

Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944

Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði verulega milli áranna 2023 og 2024, úr 4.168 í 1.944. Þar munar mest um færri umsóknir frá Venesúela en þeim fækkaði úr 1.592 í 193.

Er­lendum ríkis­borgurum fjölgað um tíu prósent frá desember

Erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi voru 71.250 þann 1. ágúst síðastliðinn. Þeim fjölgaði um 6.665 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 10,3 prósent. Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um helming á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×