Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal, Yousef Ingi Tamimi og Magnús Magnússon skrifa 15. maí 2025 11:00 Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Yousef Ingi Tamimi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun