Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 22:56 Árni Snær kom til bjargar. Vísir/Diego Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að slá 2. deildarlið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Valur nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti Reykjavík. Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07