Enski boltinn

Kulu­sevski missir af úr­slita­leiknum gegn Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dejan Kulusevski liggur óvígur eftir gegn Crystal Palace.
Dejan Kulusevski liggur óvígur eftir gegn Crystal Palace. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

Dejan Kulusevski verður ekki með Tottenham Hotspur þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. maí næstkomandi.

Sænski landsliðsmaðurinn þurfti að fara af velli vegna meiðsla á hægra hné í 2-0 tapi Tottenham gegn Crystal Palace um liðna helgi. Nú hefur verið greint frá því að hann hafi þurft að fara í aðgerð á hné og verði frá út tímabilið.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur skorað 10 mörk og gefið 11 stoðsendingar á leiktíðinni. Hann er ekki eini miðjumaður Tottenham sem er að glíma við meiðsli en bæði James Maddison og Lucas Bergvall eru á meiðslalistanum.

Tottenham og Man United sitja í 17. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það þeirra sem fer með sigur af hólmi þann 21. maí mun hins vegar leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×