„Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:55 Jón Óttar Ólafsson eigandi rannsóknarfyrirtækisins PPP sem hefur verið lagt niður. Vísir/Ívar Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Greint hefur verið frá því máli í í Kastljósi og Kveik á RÚV á undanförnum vikum. Jón Óttar Ólafsson fyrrum eigandi PPP, en fyrirtækið hætti starfsemi árið 2012, segist gjarnan vilja upplýsa rannsakendur um hvað gerðist í málinu á sínum tíma. „Að sjálfsögðu vil ég upplýsa rannsakendur um það sem gerðist,“ segir Jón Óttar. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009-2011. Hann segist svo hafa ákveðið í lok árs 2011 að stofna rannsóknarfyrirtækið PPP ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem var líka rannsakandi hjá sérstökum saksóknara á þeim tíma. „Við stofnum PPP haustið 2011 með vitund og vilja, Ólafs Þórs, Hólmsteins og Gríms Grímssonar og allra hjá sérstökum saksóknara. Við förum í fimmtíu prósent starf 1. desember 2011. Þá er komin upp sérstök staða því við erum fimmtíu prósent starfi sem einkarannsakarar og fimmtíu prósent sem lögreglumenn,“ segir Jón Óttar. Höfðu aðgang að öllum gögnum sérstaks saksóknara Hann segir að þeir félagar hafi svo hætt alveg sem launamenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012 en verið áfram í verktakavinnu fyrir embættið í janúar og febrúar það ár ásamt því að vinna fyrir þrotabú Milestone og Glitnis. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ segir hann. Jón Óttar telur að sérstakur saksóknari hafi verið meðvitaður um að þeir félagar hafi haft aðgang að öllum gögnum hans og lögreglu á þessum tíma og notað þau í bæði störfin. „Við vorum með öll gögnin. Þetta var ekkert leyndarmál. Tölvurnar voru tengdar við alla netþjóna lögreglunnar. Við vorum að nota tölvur PPP til að vinna fyrir hann og færðum þá gögnin yfir til okkar og notuðum svo í vinnu fyrir skiptastjóra Milestone. Það fór ekki fram hjá neinum,“ segir Jón Óttar. Telur að Ólafur hafi lekið gögnum til að skaða sig Jón Óttar telur að tvær grímur hafi byrjað að renna á sérstakan saksóknara varðandi allt ferlið , hann hafi í kjölfarið ákveðið að kæra þá félaga til ríkissaksóknara í maí 2012 fyrir að stela gögnunum sem hafi svo fellt málið niður 2013. Jón Óttar telur Ólafur Þór Hauksson sem gegndi embættinu á sínum tíma hafi ákveðið að koma gögnum PPP til RÚV til að koma höggi á sig vegna Namibíumálsins. Ólafur Þór Hauksson sem sinnti embættinu á sínum tíma hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu. Jón Óttar viðurkennir hins vegar að vinnulag PPP hafi ekki verið eðlilegt en telur að þeir félagar hafi ekki brotið lög. „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega,“ segir Jón Óttar. Viðtalið við Jón Óttar í heild er hér að ofan. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Lögreglan Dómstólar Alþingi Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Greint hefur verið frá því máli í í Kastljósi og Kveik á RÚV á undanförnum vikum. Jón Óttar Ólafsson fyrrum eigandi PPP, en fyrirtækið hætti starfsemi árið 2012, segist gjarnan vilja upplýsa rannsakendur um hvað gerðist í málinu á sínum tíma. „Að sjálfsögðu vil ég upplýsa rannsakendur um það sem gerðist,“ segir Jón Óttar. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá 2009-2011. Hann segist svo hafa ákveðið í lok árs 2011 að stofna rannsóknarfyrirtækið PPP ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni sem var líka rannsakandi hjá sérstökum saksóknara á þeim tíma. „Við stofnum PPP haustið 2011 með vitund og vilja, Ólafs Þórs, Hólmsteins og Gríms Grímssonar og allra hjá sérstökum saksóknara. Við förum í fimmtíu prósent starf 1. desember 2011. Þá er komin upp sérstök staða því við erum fimmtíu prósent starfi sem einkarannsakarar og fimmtíu prósent sem lögreglumenn,“ segir Jón Óttar. Höfðu aðgang að öllum gögnum sérstaks saksóknara Hann segir að þeir félagar hafi svo hætt alveg sem launamenn hjá sérstökum saksóknara þann 1. janúar 2012 en verið áfram í verktakavinnu fyrir embættið í janúar og febrúar það ár ásamt því að vinna fyrir þrotabú Milestone og Glitnis. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ segir hann. Jón Óttar telur að sérstakur saksóknari hafi verið meðvitaður um að þeir félagar hafi haft aðgang að öllum gögnum hans og lögreglu á þessum tíma og notað þau í bæði störfin. „Við vorum með öll gögnin. Þetta var ekkert leyndarmál. Tölvurnar voru tengdar við alla netþjóna lögreglunnar. Við vorum að nota tölvur PPP til að vinna fyrir hann og færðum þá gögnin yfir til okkar og notuðum svo í vinnu fyrir skiptastjóra Milestone. Það fór ekki fram hjá neinum,“ segir Jón Óttar. Telur að Ólafur hafi lekið gögnum til að skaða sig Jón Óttar telur að tvær grímur hafi byrjað að renna á sérstakan saksóknara varðandi allt ferlið , hann hafi í kjölfarið ákveðið að kæra þá félaga til ríkissaksóknara í maí 2012 fyrir að stela gögnunum sem hafi svo fellt málið niður 2013. Jón Óttar telur Ólafur Þór Hauksson sem gegndi embættinu á sínum tíma hafi ákveðið að koma gögnum PPP til RÚV til að koma höggi á sig vegna Namibíumálsins. Ólafur Þór Hauksson sem sinnti embættinu á sínum tíma hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu. Jón Óttar viðurkennir hins vegar að vinnulag PPP hafi ekki verið eðlilegt en telur að þeir félagar hafi ekki brotið lög. „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega,“ segir Jón Óttar. Viðtalið við Jón Óttar í heild er hér að ofan.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Lögreglan Dómstólar Alþingi Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira