Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 17:02 Íbúar eru forvitnir um opnun verslunarinnar. Vísir/Ívar Fannar Verslun Nettó í Glæsibæ verður að öllum líkindum opnuð á morgun. Tafir hafa verið á opnun verslunarinnar vegna þess að sækja þurfti um nýtt starfsleyfi í kjölfar þess að milliveggur var rifinn niður til að stækka verslunina. „Við erum ótrúlega spennt. Verslunin er 400 fermetrar og er hin glæsilegasta,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að nýta starfsleyfið sem var í gildi fyrir verslunina Iceland sem áður var í rýminu en eftir að veggurinn var rifinn niður hafi þeim verði tilkynnt að þau þyrftu að sækja um nýtt leyfi. „Við gerðum ekki ráð fyrir því að þessi breyting væri þess eðlis að hún hefði áhrif á starfsleyfi eða önnur opinber leyfi til verslunarreksturs og opnuðum við því verslunina í góðri trú. Við fengum hins vegar að vita frá borgaryfirvöldum að með því að rífa þennan vegg værum við í þeirri stöðu að þurfa að fá nýtt starfsleyfi. Við sóttum samstundis um slíkt leyfi,“ segir Gunnur Líf. Búið er að færa inngang verslunar að gömlum inngangi veitingastaðarins Saffran sem áður var í Glæsibæ. Saffran flutti í Fákafen á síðasta ári. Vísir/Ívar Fannar Byggingarfulltrúi hefur nú gefið út nýtt leyfi en áður en þau geta opnað verslunina verður einhver að koma að taka verslunina út. Gunnur á von á því að það verði gert í fyrramálið og svo verði hægt að opna verslunina eftir það. „Við verðum með góð tilboð og ætlum að vera með grill á laugardaginn fyrir,“ segir Gunnur Líf. Þessi miði blasir við þeim sem ætla sér að versla í Nettó í Glæsibæ. Vísir/Ívar Fannar Samkaup á og rekur bæði verslanir Nettó og Iceland. Tilkynnt var árið 2023 að loka ætti verslunum Iceland á Íslandi og breyta þeim í Nettó verslun. Enn eru tvær Iceland verslanir reknar á Íslandi, önnur í Staðarbergi í Hafnafirði og hin í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík. Gunnur segir Samkaup á þeirri vegferð að loka þessum verslunum og breyta þeim en það þurfi þó alltaf að taka tillit til ýmissa ástæða eins og hvort rými þarfnist breytinga. Verslun Matvöruverslun Reykjavík Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt. Verslunin er 400 fermetrar og er hin glæsilegasta,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að nýta starfsleyfið sem var í gildi fyrir verslunina Iceland sem áður var í rýminu en eftir að veggurinn var rifinn niður hafi þeim verði tilkynnt að þau þyrftu að sækja um nýtt leyfi. „Við gerðum ekki ráð fyrir því að þessi breyting væri þess eðlis að hún hefði áhrif á starfsleyfi eða önnur opinber leyfi til verslunarreksturs og opnuðum við því verslunina í góðri trú. Við fengum hins vegar að vita frá borgaryfirvöldum að með því að rífa þennan vegg værum við í þeirri stöðu að þurfa að fá nýtt starfsleyfi. Við sóttum samstundis um slíkt leyfi,“ segir Gunnur Líf. Búið er að færa inngang verslunar að gömlum inngangi veitingastaðarins Saffran sem áður var í Glæsibæ. Saffran flutti í Fákafen á síðasta ári. Vísir/Ívar Fannar Byggingarfulltrúi hefur nú gefið út nýtt leyfi en áður en þau geta opnað verslunina verður einhver að koma að taka verslunina út. Gunnur á von á því að það verði gert í fyrramálið og svo verði hægt að opna verslunina eftir það. „Við verðum með góð tilboð og ætlum að vera með grill á laugardaginn fyrir,“ segir Gunnur Líf. Þessi miði blasir við þeim sem ætla sér að versla í Nettó í Glæsibæ. Vísir/Ívar Fannar Samkaup á og rekur bæði verslanir Nettó og Iceland. Tilkynnt var árið 2023 að loka ætti verslunum Iceland á Íslandi og breyta þeim í Nettó verslun. Enn eru tvær Iceland verslanir reknar á Íslandi, önnur í Staðarbergi í Hafnafirði og hin í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík. Gunnur segir Samkaup á þeirri vegferð að loka þessum verslunum og breyta þeim en það þurfi þó alltaf að taka tillit til ýmissa ástæða eins og hvort rými þarfnist breytinga.
Verslun Matvöruverslun Reykjavík Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03
Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44