Viðskipti innlent

Ráðinn for­stöðumaður Öryggis­lausna OK

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar S. Gunnarsson.
Arnar S. Gunnarsson.

Arnar S. Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK sem er nýtt svið innan tæknifyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að Arnar komi til OK frá Controlant þar sem hann hafi starfað í fjögur ár og meðal annars borið ábyrgð á öryggis- og tæknimálum félagsins. 

„Áður starfaði hann sem innviðahönnuður hjá Arion banka og þar áður var hann tæknistjóri hjá Origo.

Arnar er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík auk fjölda alþjóðlegra vottana í öryggis- og tæknimálum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×