Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 20:53 Konurnar tvær segja farir sínar langt frá því sléttar eftir leigubílaferðina. Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. Saga kvennanna tveggja hefur farið nokkuð hátt á samfélagsmiðlum, en lögfræðingur sem aðstoðaði þær við að leita réttar síns er meðal þeirra sem greint hefur frá málinu. Bílstjórinn hafi þóst vera frá Hreyfli Þar lýsir hann því að konurnar, sem voru ferðamenn hér í síðasta mánuði, hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur, og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Þær heita Belinda og Karen, en sú síðarnefnda er iðulega kölluð Mei Mei. „Ég sagði við hann: Hvert ertu að fara vinur? Hvert ertu að fara með okkur? Hann sagðist vera að fara með okkur þangað sem við hefðum beðið um. Ég sagði að svo væri ekki. Svona gekk þetta og hann varð mjög árásargjarn,“ segir Belinda Cabria, önnur kvennanna tveggja, í samtali við fréttastofu. „Hann neitaði að snúa við, á meðan við fylgdumst með á Google Maps. Við vorum sífellt að færast fjær og fjær.“ Rætt var við ferðalangana tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fargjaldið nálægt 30 þúsund Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á Hafnarfjörð hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þegar norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum, og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir þetta hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlaðverð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Belinda segir hafa tekið margar tilraunir að tala um fyrir bílstjóranum. Hann hafi haldið því til streitu að hann væri að fara rétta leið, þegar svo var ekki. „Hann öskraði og gólaði á Mei Mei, og hún var orðin svo hrædd að hún endaði á að borga honum.“ Fréttastofa hefur upplýsingar um að kvörtun vegna málsins sé nú inni á borði Samgöngustofu, en konurnar leituðu einnig til lögreglunnar. „Það var ekki sérlega hjálplegt, þar sem lögreglan trúði okkur ekki,“ segir Belinda. „Hann var hummaði þetta frá sér, og hafði ekki áhuga á að hlusta á það sem við höfðum að segja,“ segir Mei Mei, um lögreglumanninn sem þær báru erindið upp við. Vilja vara aðra við Báðar segjast konurnar fullvissar um að bílstjórinn hafi vitað hvað hann var að gera. „Annað hvort var hann að gera þetta til að græða peninga, eða hann hafði eitthvað annað illt í hyggju,“ segir Belinda. Þær vilji vara aðra ferðalanga við því sem þær hafi lent í. Karen, eða Mei Mei, segist aldrei hafa upplifað nokkuð líkt umræddri leigubílaferð á ferðalögum sínum.Facebook „Vegna þess að ég hef ferðast á eigin vegum í 20 ár og ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ segir Mei Mei. Belinda segir að haft hafi verið samband við sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn vegna málsins, og að utanríkisþjónustan muni vara ástralska ferðalanga við hættum á íslenskum leigubílamarkaði. Verra sé þó að hugsa til þeirrar stöðu sem Íslendingar séu í vegna brotalama í kerfinu. Leigubílar Ferðaþjónusta Samgöngur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Saga kvennanna tveggja hefur farið nokkuð hátt á samfélagsmiðlum, en lögfræðingur sem aðstoðaði þær við að leita réttar síns er meðal þeirra sem greint hefur frá málinu. Bílstjórinn hafi þóst vera frá Hreyfli Þar lýsir hann því að konurnar, sem voru ferðamenn hér í síðasta mánuði, hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur, og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Þær heita Belinda og Karen, en sú síðarnefnda er iðulega kölluð Mei Mei. „Ég sagði við hann: Hvert ertu að fara vinur? Hvert ertu að fara með okkur? Hann sagðist vera að fara með okkur þangað sem við hefðum beðið um. Ég sagði að svo væri ekki. Svona gekk þetta og hann varð mjög árásargjarn,“ segir Belinda Cabria, önnur kvennanna tveggja, í samtali við fréttastofu. „Hann neitaði að snúa við, á meðan við fylgdumst með á Google Maps. Við vorum sífellt að færast fjær og fjær.“ Rætt var við ferðalangana tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fargjaldið nálægt 30 þúsund Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á Hafnarfjörð hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þegar norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum, og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir þetta hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlaðverð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Belinda segir hafa tekið margar tilraunir að tala um fyrir bílstjóranum. Hann hafi haldið því til streitu að hann væri að fara rétta leið, þegar svo var ekki. „Hann öskraði og gólaði á Mei Mei, og hún var orðin svo hrædd að hún endaði á að borga honum.“ Fréttastofa hefur upplýsingar um að kvörtun vegna málsins sé nú inni á borði Samgöngustofu, en konurnar leituðu einnig til lögreglunnar. „Það var ekki sérlega hjálplegt, þar sem lögreglan trúði okkur ekki,“ segir Belinda. „Hann var hummaði þetta frá sér, og hafði ekki áhuga á að hlusta á það sem við höfðum að segja,“ segir Mei Mei, um lögreglumanninn sem þær báru erindið upp við. Vilja vara aðra við Báðar segjast konurnar fullvissar um að bílstjórinn hafi vitað hvað hann var að gera. „Annað hvort var hann að gera þetta til að græða peninga, eða hann hafði eitthvað annað illt í hyggju,“ segir Belinda. Þær vilji vara aðra ferðalanga við því sem þær hafi lent í. Karen, eða Mei Mei, segist aldrei hafa upplifað nokkuð líkt umræddri leigubílaferð á ferðalögum sínum.Facebook „Vegna þess að ég hef ferðast á eigin vegum í 20 ár og ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ segir Mei Mei. Belinda segir að haft hafi verið samband við sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn vegna málsins, og að utanríkisþjónustan muni vara ástralska ferðalanga við hættum á íslenskum leigubílamarkaði. Verra sé þó að hugsa til þeirrar stöðu sem Íslendingar séu í vegna brotalama í kerfinu.
Leigubílar Ferðaþjónusta Samgöngur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira