Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. maí 2025 13:01 Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang. Heilbrigði og starfsgeta hjúkrunarfræðinga er nefnilega nátengd bæði afkomu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins í heild. Því ef eru ekki hjúkrunarfræðingar að störfum, getum við ekki haldið upp þeirri heilbrigðisþjónustu sem við þurfum. Hér, eins og víða annars staðar í heiminum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Skorturinn hefur þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og samfélagið í heild. Því miður náum við ekki að mennta nægilega marga hjúkrunarfræðinga hérlendis til að mæta þessum skorti og ljóst að við þurfum að fá hjúkrunarfræðinga að erlendu þjóðerni til að flytjast til landsins og starfa með okkur. Á síðustu 3 árum hefur fjöldi þeirra vaxið hér á landi úr 6% í 11% af starfandi hjúkrunarfræðingum en á sama tíma fjölgaði hjúkrunarfræðingum í heildina um 3% árlega. Tæplega þriðjungur starfsleyfa hjúkrunarfræðinga er gefin út til hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni hjá embætti landlæknis. Það er því brýnt að við tökum vel á móti þeim með tilheyrandi inngildingu í samfélagið. Við á Íslandi erum í þeirri forréttindastöðu að vera nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessari þróun og getum því lært mikið af reynslu þeirra. Við þurfum sérstaklega að læra af mistökum danskra yfirvalda frá 2023 þar sem þá var felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu. Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga. Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk? Eðlismunur Borið hefur á því að hér á landi sé skipulagður innflutningur á hjúkrunarfræðingum frá öðrum löndum og er það fyrirbæri sem nágrannalöndin okkar þekkja vel. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út alþjóðlegar reglur sem þjóðir heimsins eru hvattar til að fara eftir og uppfylla þannig skuldbindingar um siðferðileg vinnubrögð og jafnan rétt við ráðningar hjúkrunarfræðinga á milli landa. Ástæðan er m.a. að ekki er forsvaranlegt að ríkari þjóðir safni til sín hjúkrunarfræðingum frá þjóðum sem þurfa enn meira á þeim að halda og stuðla þannig að alþjóðlegum heilsuójöfnuði. Það er eðlismunur á skipulögðum innflutningi hjúkrunarfræðinga til vinnu og að þeir kjósi að taka þátt í nýju samfélagi. Skipulagðar ráðningar hjúkrunarfræðinga milli landa er ekki sjálfbær lausn heldur eingöngu flutningur á mönnunarvanda á milli landa. Þau dæmi sem við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) höfum séð, hringja stórum viðvörunarbjöllum um á hvaða leið við erum í þessu landi. Við höfum dæmi um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni séu lægra launasettir en þeim ber og er það algjörlega óásættanlegt. Einnig höfum við upplýsingar um að þeim sé boðið t.d. húsnæði ef þeir flytji til Íslands og vaknar þá óneitanlega upp spurningin hvers vegna ekki er hægt að bjóða sömu úrræði til þeirra íslensku hjúkrunarfræðinga sem þegar eru hér en eru í öðrum störfum. Eflaust spilar þar inn í að ráðningarskrifstofur sem annars standa á bakvið slíkar skipulagðar ráðningar hagnast nú ekki á því. Í ljósi reynslu annarra Norðurlanda og reglum WHO þá hafnar Fíh alfarið skipulögðum ráðningum hjúkrunarfræðinga á milli landa. Þeir sem hingað koma af sjálfsdáðum eru velkomnir en þeim þarf að tryggja fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, fullnægjandi íslenskukennslu, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Þá fyrst geta allir verið jafnir, þjóðerni á ekki að skipta máli og þannig á það að vera í okkar velferðarþjóðfélagi. Það verður ekki nógu oft sagt en Ísland, líkt og allar aðrar þjóðir, eiga að geta staðið undir sínum eigin mannafla hjúkrunarfræðinga með því að bjóða upp á samkeppnishæf laun og starfsaðstæður. Hlúa þarf betur að stéttinni og halda henni í starfi. Það er hagfræðilega hagkvæmara en að leita skyndilausna sem skipulagður innflutningur mannafla felur í sér. Fjárfesting í heilsu og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er fjárfesting í öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Þannig getum við betur tekist á við hækkandi aldur þjóðarinnar, fjölgun langvinnra sjúkdóma og auknar kröfur um sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar! Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang. Heilbrigði og starfsgeta hjúkrunarfræðinga er nefnilega nátengd bæði afkomu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins í heild. Því ef eru ekki hjúkrunarfræðingar að störfum, getum við ekki haldið upp þeirri heilbrigðisþjónustu sem við þurfum. Hér, eins og víða annars staðar í heiminum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Skorturinn hefur þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og samfélagið í heild. Því miður náum við ekki að mennta nægilega marga hjúkrunarfræðinga hérlendis til að mæta þessum skorti og ljóst að við þurfum að fá hjúkrunarfræðinga að erlendu þjóðerni til að flytjast til landsins og starfa með okkur. Á síðustu 3 árum hefur fjöldi þeirra vaxið hér á landi úr 6% í 11% af starfandi hjúkrunarfræðingum en á sama tíma fjölgaði hjúkrunarfræðingum í heildina um 3% árlega. Tæplega þriðjungur starfsleyfa hjúkrunarfræðinga er gefin út til hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni hjá embætti landlæknis. Það er því brýnt að við tökum vel á móti þeim með tilheyrandi inngildingu í samfélagið. Við á Íslandi erum í þeirri forréttindastöðu að vera nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessari þróun og getum því lært mikið af reynslu þeirra. Við þurfum sérstaklega að læra af mistökum danskra yfirvalda frá 2023 þar sem þá var felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu. Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga. Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk? Eðlismunur Borið hefur á því að hér á landi sé skipulagður innflutningur á hjúkrunarfræðingum frá öðrum löndum og er það fyrirbæri sem nágrannalöndin okkar þekkja vel. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út alþjóðlegar reglur sem þjóðir heimsins eru hvattar til að fara eftir og uppfylla þannig skuldbindingar um siðferðileg vinnubrögð og jafnan rétt við ráðningar hjúkrunarfræðinga á milli landa. Ástæðan er m.a. að ekki er forsvaranlegt að ríkari þjóðir safni til sín hjúkrunarfræðingum frá þjóðum sem þurfa enn meira á þeim að halda og stuðla þannig að alþjóðlegum heilsuójöfnuði. Það er eðlismunur á skipulögðum innflutningi hjúkrunarfræðinga til vinnu og að þeir kjósi að taka þátt í nýju samfélagi. Skipulagðar ráðningar hjúkrunarfræðinga milli landa er ekki sjálfbær lausn heldur eingöngu flutningur á mönnunarvanda á milli landa. Þau dæmi sem við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) höfum séð, hringja stórum viðvörunarbjöllum um á hvaða leið við erum í þessu landi. Við höfum dæmi um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni séu lægra launasettir en þeim ber og er það algjörlega óásættanlegt. Einnig höfum við upplýsingar um að þeim sé boðið t.d. húsnæði ef þeir flytji til Íslands og vaknar þá óneitanlega upp spurningin hvers vegna ekki er hægt að bjóða sömu úrræði til þeirra íslensku hjúkrunarfræðinga sem þegar eru hér en eru í öðrum störfum. Eflaust spilar þar inn í að ráðningarskrifstofur sem annars standa á bakvið slíkar skipulagðar ráðningar hagnast nú ekki á því. Í ljósi reynslu annarra Norðurlanda og reglum WHO þá hafnar Fíh alfarið skipulögðum ráðningum hjúkrunarfræðinga á milli landa. Þeir sem hingað koma af sjálfsdáðum eru velkomnir en þeim þarf að tryggja fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, fullnægjandi íslenskukennslu, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Þá fyrst geta allir verið jafnir, þjóðerni á ekki að skipta máli og þannig á það að vera í okkar velferðarþjóðfélagi. Það verður ekki nógu oft sagt en Ísland, líkt og allar aðrar þjóðir, eiga að geta staðið undir sínum eigin mannafla hjúkrunarfræðinga með því að bjóða upp á samkeppnishæf laun og starfsaðstæður. Hlúa þarf betur að stéttinni og halda henni í starfi. Það er hagfræðilega hagkvæmara en að leita skyndilausna sem skipulagður innflutningur mannafla felur í sér. Fjárfesting í heilsu og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er fjárfesting í öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Þannig getum við betur tekist á við hækkandi aldur þjóðarinnar, fjölgun langvinnra sjúkdóma og auknar kröfur um sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar! Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar