Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar 9. maí 2025 23:00 Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Suðurnesjabær Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun